Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 74
I nýrri dómum Hæstaréttar má sjá skýrt fráhvarf frá fyrri stefnu um mat á æruvernd opinberra starfsmanna og er nú í ríkara mæli lagt mat á samhengi og inarkmið ummæla þar sem fram kemur gagnrýni á störf opinberra starfsmanna. í H 1997 3618 var til úrlausnar refsimál gegn blaðamanni vegna brota á 234. og 235. gr. alm. hgl. Ríkissaksóknari höfðaði málið að kröfu forstjóra fangelsis- málastofnunar vegna blaðagreinar þar sem fram kom hvöss gagnrýni á störf for- stjórans og stofnunarinnar vegna aðbúnaðar fanga á Litla-Hrauni, og var þar m.a. staðhæft að forstjórinn væri „glæpamannaframleiðandi ríkisins". Hæsti- réttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms með eftirfarandi rökum: Greinin snýr að samfélagslegu málefni, sem eðlilegt er, að komi til almennrar um- ræðu. 7 slíkri umræðu verða stjórnvöld að þola, að gagnrýni sé beint að þeim, þótt orðfœri í því sambandi kunni að verða hvasst. Akærði kaus að fara þá leið í grein sinni að nafngreina tvívegis forstjóra fangelsismálastofnunar. Hvað sem líður mati á, hvort sá háttur á skrifum ákærða hafi verið viðeigandi, verður ekki litið fram hjá því, að meginefni greinarinnar varðaði störf stofnunarinnar, sem forstjórinn veitti for- stöðu, en um persónu hans var þar ekki fjallað. Hann verður að sæta því, að stofn- unin hafi verið samsömuð honum með notkun nafns hans, eins og hér var gert í al- mennri umræðu. Samkvæmt þessu og með vísan til 2. mgr. og 3. mgr. 73. gr. stjórn- arskrárinnar, sbr. 11. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, verður ákærði ekki talinn hafa brotið gegn 234. gr. eða 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með til- vitnuðum ummælum í grein sinni. Með þessum dómi var markaður grunnur að nýrri stefnu dómstóla varðandi rýmkun tjáningarfrelsis á sviðum þar sem umræða um opinberar stofnanir lýtur að samfélagslegu málefni. í fyrrgreindum dómum í H 1983 56 og H 1987 1280 (Þorgeirsmálið) sem fjölluðu um nteiðyrði í garð lögreglunnar hafði sá þáttur liins vegar engin áhrif haft á mat dómstóla. I H 1998 1376 var til úrlausnar mál sem Húsnæðisstofnun ríkisins, fram- kvæmdastjóri og starfsmenn lögfræðideildar hennar höfðuðu gegn fram- kvæmdastjóra Húseigendafélagsins vegna ummæla hans í útvarps- og sjónvarps- viðtölum þar sem fram kont hörð og óvægin ádeila á stofnunina og starfsmenn hennar sem voru m.a. sakaðir um spillingu, hroka og vanhæfni. í dómi Hæsta- réttar er á ný staðfest afstaða hans til þess að rýmra tjáningarfrelsi gildi þegar fjallað er um málefni stofnunar sem fer með almannahagsmuni. Var aðeins lítill hluti ummælanna ómerktur, m.a. á grundvelli eftirfarandi röksemda: Húsnæðisstofnun ríkisins er opinber stofnun og fer með málefni, sem snerta hagsmuni margra. Eru þau til þess fallin að geta oft verið í opinberri umræðu og þá um leið stofnunin sjálf. Er ljóst, að slík stofnun getur hæglega kallað yfir sig harða gagnrýni og því frekar, virði hún ekki jafnræði borgaranna og hafi ekki í einu og öllu skýrar reglur við að styðjast um rétt manna. Þótt það fái ekki ráðið úrslitum málsins má fallast á með stefndu að ekki sé títt að þeir, sem tjá sig á opinberum vettvangi um mál sem varða almenning, kjósi að nota svo stór orð sem áfrýjandinn Sigurður Helgi gerði til að koma viðhorfum sínum og gagnrýni á framfæri. Voru mörg ummæla hans 408
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.