Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 61
Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar að lagagreinin getur í
heild komið í veg fyrir að menn fái notið þess mikilvæga réttar að geta gagnrýnt
málefni sem varða almenning miklu svo að vitnað sé til orðalags í dóminum. Jafn-
framt má færa að því rök að ákvæðið samrýmist ekki hinni almennu jafnræðisreglu
sem leidd hefur verið af 78. gr. stjórnarskrárinnar og er auk þess að finna í Mannrétt-
indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og alþjóðasamningi um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi frá 1966. Þegar allt það er virt sem að framan greinir verður
ekki séð að lengur sé þörf á 108. gr. til þess að vemda æra opinberra starfsmanna.43
Af þessu má sjá að markmið lagabreytinganna var að rýmka vemd tjáningar-
frelsis þegar opinberir starfsmenn eiga í hlut ef um ræðir gagnrýni á málefni
sem varða almenning miklu, þótt varhugavert sé reyndar að draga þá ályktun að
sérstök æruvernd opinberra starfsmanna geti aldrei samrýmst almennum við-
horfum um tjáningarfrelsi.44
4.3 Rök fyrir lögfestingu sáttmálans með lögum nr. 62/1994 og áhrif
hennar á vernd tjáningarfrelsis
Veigamesta verkefni fyrrgreindrar nefndar um Mannréttindasáttmála Evrópu
var sem áður segir að kanna hvort ekki væri tímabært að hann yrði lögtekinn
hér á landi og ef svo væri að undirbúa lagafrumvarp þar að lútandi en lögfesting
hans hafði þá ýmist nýlega farið fram eða var í undirbúningi á öðrum Norður-
löndum.45
Það varð niðurstaða nefndarinnar að rétt væri að lögfesta ákvæði sáttmálans
og var það gert með lögum nr. 62/1994. Lögfestingin var einkum studd þeim
rökum að réttindi einstaklinga fengju þannig aukna vernd og réttaröryggi myndi
aukast. Á það var bent að í sumum greinum sáttmálans væri að finna ítarlegri
ákvæði en í íslenskri löggjöf um einstaka þætti mannréttinda. Þótt mörg ákvæði
sáttmálans ættu sér hliðstæður í settum lögum hér á landi, þar á meðal í stjórn-
arskránni, gilti þetta ekki um öll þau réttindi sem sáttmálinn næði til. I dæma-
skyni var sérstaklega bent á 10. gr. sáttmálans sem samkvæmt orðalagi sínu
tæki til tjáningarfrelsis almennt meðan 72. gr. stjórnarskrárinnar næði einvörð-
ungu til prentfrelsis. Samkvæmt þessu yrði lögtaka mannréttindasáttmálans
gagngert til þess að fylla upp í það sem kalla mætti eyður í íslenskri löggjöf.
Eftir lögfestingu gætu einstaklingar borið ákvæði sáttmálans fyrir sig sem beina
43 Alþt., A-deild 1994-1995, bls. 3409.
44 Þess má geta að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið af skarið um að sérstök æruvemd
opinberrra starfsmanna geti, stöðu þeirra vegna, átt rétt á sér, sbr. t.d. dóm MDE frá 19. júní 2003
í máli Pedersen og Baadsgaard gegn Danmörku sem verður nánar rakinn í kafla 6.3 hér á eftir.
45 Á Norðurlöndunum var lögfesting byggð á tillögum nefnda sem skiluðu ítarlegum skýrslum um
efnið. f Danmörku með lögum nr. 285/1992, sbr. Betænkning nr. 1220/1991, í Svíþjóð með lögum
nr. 1994:1219 sbr. SOU nr. 1993:40, en síðast var mannréttindasáttmálinn lögfestur í Noregi með
lögum frá 21. maí 1999, sbr. NOU 1993:18 en þá vora jafnframt lögfestir tveir megin mannrétt-
indasamningar Sameinuðu þjóðanna frá 1966.
395