Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 61
Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar að lagagreinin getur í heild komið í veg fyrir að menn fái notið þess mikilvæga réttar að geta gagnrýnt málefni sem varða almenning miklu svo að vitnað sé til orðalags í dóminum. Jafn- framt má færa að því rök að ákvæðið samrýmist ekki hinni almennu jafnræðisreglu sem leidd hefur verið af 78. gr. stjórnarskrárinnar og er auk þess að finna í Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966. Þegar allt það er virt sem að framan greinir verður ekki séð að lengur sé þörf á 108. gr. til þess að vemda æra opinberra starfsmanna.43 Af þessu má sjá að markmið lagabreytinganna var að rýmka vemd tjáningar- frelsis þegar opinberir starfsmenn eiga í hlut ef um ræðir gagnrýni á málefni sem varða almenning miklu, þótt varhugavert sé reyndar að draga þá ályktun að sérstök æruvernd opinberra starfsmanna geti aldrei samrýmst almennum við- horfum um tjáningarfrelsi.44 4.3 Rök fyrir lögfestingu sáttmálans með lögum nr. 62/1994 og áhrif hennar á vernd tjáningarfrelsis Veigamesta verkefni fyrrgreindrar nefndar um Mannréttindasáttmála Evrópu var sem áður segir að kanna hvort ekki væri tímabært að hann yrði lögtekinn hér á landi og ef svo væri að undirbúa lagafrumvarp þar að lútandi en lögfesting hans hafði þá ýmist nýlega farið fram eða var í undirbúningi á öðrum Norður- löndum.45 Það varð niðurstaða nefndarinnar að rétt væri að lögfesta ákvæði sáttmálans og var það gert með lögum nr. 62/1994. Lögfestingin var einkum studd þeim rökum að réttindi einstaklinga fengju þannig aukna vernd og réttaröryggi myndi aukast. Á það var bent að í sumum greinum sáttmálans væri að finna ítarlegri ákvæði en í íslenskri löggjöf um einstaka þætti mannréttinda. Þótt mörg ákvæði sáttmálans ættu sér hliðstæður í settum lögum hér á landi, þar á meðal í stjórn- arskránni, gilti þetta ekki um öll þau réttindi sem sáttmálinn næði til. I dæma- skyni var sérstaklega bent á 10. gr. sáttmálans sem samkvæmt orðalagi sínu tæki til tjáningarfrelsis almennt meðan 72. gr. stjórnarskrárinnar næði einvörð- ungu til prentfrelsis. Samkvæmt þessu yrði lögtaka mannréttindasáttmálans gagngert til þess að fylla upp í það sem kalla mætti eyður í íslenskri löggjöf. Eftir lögfestingu gætu einstaklingar borið ákvæði sáttmálans fyrir sig sem beina 43 Alþt., A-deild 1994-1995, bls. 3409. 44 Þess má geta að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið af skarið um að sérstök æruvemd opinberrra starfsmanna geti, stöðu þeirra vegna, átt rétt á sér, sbr. t.d. dóm MDE frá 19. júní 2003 í máli Pedersen og Baadsgaard gegn Danmörku sem verður nánar rakinn í kafla 6.3 hér á eftir. 45 Á Norðurlöndunum var lögfesting byggð á tillögum nefnda sem skiluðu ítarlegum skýrslum um efnið. f Danmörku með lögum nr. 285/1992, sbr. Betænkning nr. 1220/1991, í Svíþjóð með lögum nr. 1994:1219 sbr. SOU nr. 1993:40, en síðast var mannréttindasáttmálinn lögfestur í Noregi með lögum frá 21. maí 1999, sbr. NOU 1993:18 en þá vora jafnframt lögfestir tveir megin mannrétt- indasamningar Sameinuðu þjóðanna frá 1966. 395
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.