Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 15
H 1998 4076 (kvótadómurinn fyrri)
Málavextir voru þeir að sjávarútvegsráðuneytið synjaði V um leyfi til veiða í at-
vinnuskyni og um aflaheimildir. I málinu vísaði stefnandi m.a. til jafnræðisreglu ís-
lensku stjómarskrárinnar. I dómi Hæstaréttar segir m.a.: „I 1. mgr. 65. gr. stjómar-
skrárinnar er kveðið á um það, að allir skuli jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda
án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar,
efnahags, ætternis og stöðu að öðm leyti. Jafnræðisregla þessi var áður meðal ólög-
festra grundvallarreglna í íslenskri stjórnskipun. Hún á sér nokkra hliðstæðu í 14. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 26. gr. alþjóðasamnings um
borgaraleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966, sem Island er aðili að, sbr. auglýsingu
nr. 10/1979 í C-deild Stjómartíðinda“.
í dóminum segir aðeins að jafnræðisregla 65. gr. stjómarskrárinnar eigi sér
hliðstæðu í 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 26. gr.
alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966. Tilvísun til
þessara sáttmála í dómi Hæstaréttar er í samræmi við athugasemdir í greinargerð
með fmmvarpi því sem varð að stjómskipunarlögum nr. 97/1995,4 Þar er tekið
fram að jafnræðisreglan sé skýrlega orðuð í alþjóðlegum mannréttindasáttmál-
um sem ísland sé aðili að og því til eðlilegrar samræmingar að festa hana í
stjómarskrá. Ekki er ljóst hvaða ályktanir verða dregnar af þessum tilvísunum
Hæstaréttar varðandi beina þýðingu þessara sáttmálagreina fyrir úrlausn máls-
ins, einkum 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi sem
ekki hefur verið lögfestur á íslandi. Eðlilegast sýnist að leggja í þetta þann skiln-
ing að við skýringu á jafnræðisreglu stjómarskrárinnar beri að hafa hliðsjón af
skýringum þeirra ákvæða alþjóðsáttmála sem vitnað er til. Verður væntanlega
einnig að skilja athugasemdir í greinargerð með fmmvarpi til stjómskipunarlaga
á sama hátt. Ef þessi skilningur er lagður til grundvallar vitnar dómurinn um
áhrif ólögfestra þjóðréttarreglna, í þessu tilviki 26. gr. alþjóðasamnings um borg-
araleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966, á skýringu stjómarskrárinnar.
H 1999 390
Málavextir voru þeir að R, sem var blind, hvarf frá námi við Háskóla íslands. Hélt
hún því fram að hún hefði ekki fengið þá aðstoð og aðstöðu sem fötlun hennar
útheimti og krafðist skaðabóta. R vísaði til fjölmargra alþjóðasamninga og alþjóða-
samþykkta kröfum sínum til stuðnings.
Hafa ber í huga að atvik málsins gerðust að mestu fyrir gildistöku laga nr.
62/1994. Um þýðingu Mannréttindasáttmála Evrópu í málinu segir þetta í dóm-
inum:
4 Alþt. A 1994 (þskj. 389), bls. 2070 og áfram. Einkum er vísað til greinargerðar í heild. Ennfrem-
ur Björg Thorarensen: „Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórnarskrá
og alþjóðasamningum“ (2002), einkum bls. 83-85.
349