Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1998, Side 5

Ægir - 01.11.1998, Side 5
Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Islands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Menntun í sjávarútvegi ví hefur oft verið haldið fram - og sennilega með réttu - að íslenskt atvinnulíf hafi ekki haft næg afskipti af þróun menntunar í samfélaginu. Afleiðing þessa er sú að skólar og atvinnulíf hafi þróast í sitt hvora átt báðum til tjóns og samfélaginu einnig. Þetta afskiptaleysi hefur átt við sjávarútveg, eins og aðrar atvinnugreinar. Þó er rétt að geta þess að starfsmenntaskólar sjávarútvegsins, sem annast hafa vélstjórnarfræðslu, stýrimanna- fræðslu og fiskvinnslufræði hafa notið stuðnings sjávarútvegsins og ýmis samtök í sjávarútvegi hafa með beinum og óbeinum hætti haft áhrif á þróun þeirra. Þá er einnig rétt að benda á forgöngu og frumkvæði Fiskifélags íslands á þessu sviði, en félagið stóð lengi vel fyrir námskeiðum á öllum þessum sviðum í samræmi við stefnu félagsins um að stuðla að sem mestum framförum í greininni. Fiskifélagið annast enn sjóvinnukennslu og almenna kynningu á hafinu og nýtingu þess fyrir grunnskólanemendur um allt land, og sinnir þannig afar mikilvægu samfélagslegu hlut- verki. Ýmis teikn eru um breytta menntastefnu. Svo virðist sem atvinnulífinu verði ætlað veigameira hlutverk varðandi þróun skólastarfsins en hingað til hefur verið. Ástæða er til að fagna þeirri þróun. íslensk skólastefna verður í verulegum mæli að taka mið af því að þjóna atvinnulífinu, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar þess. Og atvinnulífið má ekki skerast úr leik að taka þátt í að móta þá þróun sem í vændum er. Það er ánægjulegt að sjá að samtök í íslenskum sjávarútvegi virðast ætla að taka þessi mál föstum tökum. Þannig var umræða um menntamál veiga- mikil á nýlegum aðalfundum Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslu- stöðva og Verka- mannasamband íslands hélt nýlega ráðstefnu þar sem rækilega var fjallað um menntunarmál greinarinnar. Þá er þess skemmst að minnast að ýmis hagsmunasamtök í íslenskum sjávar- útvegi, svo sem Vélstjórafélag íslands, hafa á opinberum vettvangi fjallað mikið um menntastefnu í sinni grein. Allt ber þetta þess vott að íslenskur sjávarútvegur er reiðubúinn að axla ábyrgð í þessum efnum og þótt ljóst sé að menn greini á í einhverjum þáttum, þá er hitt mikilvægara að menn hafa gert sér ljóst að í þessum málum er verk að vinna. Fiskifélag íslands hafði, eins og að framan er getið, frumkvæði að því að bjóða upp á starfsmenntun fyrir íslenskan sjávarútveg. Félagið er að sjálfsögðu reiðubúið til að leggja enn frekari hönd á þennan plóg. Félagið er í þessu efni, eins og öðrum, reiðubúið að leggja þeim málum lið, sem vilji sjávarútvegsins stendur til. -----------------ÆGIR 5

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.