Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Frœðsluátak LÍÚ: „Til hvers er þessi takki?“ Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur undanfarna mánuði staðið fyrir frœðsluátaki sem tileinkað er ári hafsins. Birtar hafa verið blaðaauglýsingar í átakinu og sendur bœklingur inn á öll heimili landsins en auk þessa hafa verið kynningardagar í höfnum landsins þar sem skip hafa verið opin almenningi. Mikil aðsókn hefur verið að þessum lið í átakinu og óhætt að segja að jafnt börn sem fullorðnir hafi orðið margs vísari um það sem gerist „innan veggja skipanna". Eðlilega hefur vettvangur skipstjórnarmannanna vakið hvað mestan áhuga, enda mikil tækjavæð- ing í íslenskum skipum. En það hafa líka margar spurningar verið lagðar fyrir sjómennina um borð um veiðarn- Það var margt um manninn í brúnni á Baldvin Þorsteinssyni, enda vítt til veggja, eins og þar stendur. ar sjálfar og heit dægurmál eins og kvótann, togveiðar á kóralslóðum við ísland, smáfiskaveiðar og þannig mætti lengi telja. Ægir brá sér á bryggjuna á Akureyri þar sem til sýnis voru tveir af stærstu frystitogurum landsins, Baldvin Þor- steinsson, skip Samherja hf., og Slétt- bakur, skip Útgerðarfélags Akureyringa hf. Bömin veltu mikið fyrir sér hvort Gústi bátsmaður á Sléttbak kcemist í kojuna. Hatm sannaði það strax fyrir þeitn. I fáum orðum... Verksmiðja Sæplasts á Indlandi Ný verksmiðja Sæplasts hf. á Dalvík hefur tekið til starfa á Indlandi, Sæplast India. Verksmiðjan er í meirihlutaeigu Sæ- plasts en meðeigendur em Verkfræðistofan Meka í Reykjavík og indverskir aðilar. Framleiðsluvömrnar verða af sama toga og á Dalvík, þ.e. fiskiker af mörgum stærð- um. Fyrst og fremst mun verksmiðjan framleiða fyrir Indlandsmarkað. Hagnaður hjá Básafelli Rekstrarári Básafells lauk þann 31. ágúst síðastliðinn og hefur fyrirtækið birt afkomutölur. Hagnaðurinn nam 39 milljónum króna og er það nokkm minni hagnaður en ráð var fyrir gert í áætlunum fyrirtækisins. Skýringin á mismuninum liggur í samdrætti rækjuveiða. Veiðar og vinnsla á rækju em snar þáttur í starfsemi Básafells. Þýðingarmikil heimsókn forsetans til FAO Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur nýlokið opinberri heimsókn til Italíu, þar sem hann heimsótti m.a. alþjóða matvælastofnunina, FAO. Á fundi sínum með forsvarsmönnum stofnunarinnar lagði forsetinn mikla áherslu á að upplýsa þá um fiskveiðistjórnun fslendinga og að hér við land sé mikið lagt upp úr vernd fiskistofna samhliða skynsamri nýtingu þeirra. I heimsókninni lagði forsetinn einnig lið söluátaki Sambands íslenskra fiskframleiðenda á Ítalíumarkaði. Loðnuvinnslan hagnast Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði hefur birt milliuppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársin og sýnir það hagnað upp á um 60 milljónir króna. Hagnaðurinn er minni en á sama tímabili í fyrr en sömuleiðis vom tekjurnar minni. Loðnuvinnslan hf. hefur styrkt hráefnisöflun sína með kaupum á öflugu kolmunnaveiðiskipi sem hóf veiðar á dögunum. Nýr Aron ÞH Knarrareyri hf. á Húsavík tók á dögunum á móti nýjum bát, sem fengið hefur nafnið Aron ÞH-105. Báturinn var keyptur frá Svíþjóð og kemur í stað annars með sama nafni. Aron er um 120 lestir að stærð og mun verða gerður út á rækju og humar. ÆGIJR 9 Jóhann Ólafur Halldórsson Jóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.