Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 32
Fjöldi ársverka í fiskvinnslu 1990 - 1998 8000 Eins og sjá má hefur orðið mikil fcekkun ársverka í fiskvinnslu frá árinu 1990 og athyglisvert er að fœkkunin er hvað hröðust á undangengnum tveimur árum. fiskvinnslufólks? Ef frá eru talin grunn- námskeiö fyrir byrjendur í fiskvinnslu, sem eru búin aö vera viö lýði í rúman áratug, án nokkurrar framþróunar, þá er ekki boðið upp á neitt framhald á þeirri menntun, sem sérstaklega er ætlað fiskvinnslufólki þó að þróunin í greininni geri æ meiri kröfur til auk- innar þekkingar. Forystu fiskvinnslufólks bíður því stórt og örðugt verkefni; að bæta kjör- in og tryggja atvinnuöryggið, auka menntun fiskvinnslufólks og gera þar með kjörorð danskra verkamanna að okkar: Útrýmum orðinu ófaglært verkafólk!" sagði Jón að lokum. Tæknin getur orðið hjálpleg Ingólfur Árnason, tæknifræðingur hjá Skaganum ehf. á Akranesi, hefur um árabil hannað tæknibúnað fyrir fisk- vinnsluna og þekkir vel til þeirrar þró- unar sem orðið hefur í búnaði hús- anna. Ingólfur er ekki í vafa um að tækin mun leika stórt hlutverk í þróun fiskvinnslunnar og hafa áhrif í mótun framtíðarstarfa í fiskvinnsluhúsunum. Hann segir ab landvinnslan verði að horfa í auknum mæli á það hráefni sem komi að landi og hvernig megi bæta formeðferðina til að gera hráefn- ið betra til vinnslu. „Það er mikið talaö um ab í vinnslu úti á sjó sé hægt að komast af með mun færri menn til ab vinna hráefniö og það er alveg rétt. Ástæðan er ein- faldlega sú að hráefnið er alveg ferskt þegar það fer í vinnslu og þar af leið- andi er ekki verið að glíma við los og önnur vandamál sem vinnslurnar í landi þurfa að gera. Á þessu er hægt að gera breytingar til batnaðar og þar með yrði landvinnslan komin með í hendurnar hráefni sem væri nær því hráefni ab gæðum sem vinnsluskipin úti á sjó eru að vinna úr. Það skilar auknum afköstum og þar með beinum fjárhagslegum ávinningi," segir Ingólf- ur. Eins og getið var um í síðasta tölu- blaði Ægis hefur Skaginn ehf. endur- hannað búnað á millidekki ískfisktog- arans Sturlaugs H. Böbvarssonar á Akranesi og ganga þær breytingar út á að auka þvott á fiskinum og bæta þar með hráefnið. Önnur nýjung sem Skaginn ehf. hefur hannað er karalos- unarkerfi sem komið er upp hjá Granda hf. og á einnig að stuðla að betri meðferð á hráefni fyrir vinnslu. „Það er ljóst að núna er mjög mikil þróun hjá Baader, bæði í flökunar- og hausunarbúnabi, og þeir eru að setja á markaðinn alveg nýjar tegundir véla fyrir þessa vinnu. Vinnslukerfin okkar, hvort sem um er að ræða sjókerfi eða landkerfi, henta mjög vel framan við þessar nýju vélar. Hins vegar verður tíminn að leiða í ljós hvernig vinnslu- kerfið eftir flökun verður í framhaldi af þessum nýju vélum," segir Ingólfur. Launin í fyrsta sæti Aðalsteinn Baldursson, formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasambands Verðbreytingar í íslenskum krnnum á lielstu afurðum fiskvinnslunnar Sept 1997 = 10« — Frystar afurðir —Saltfiskur —Mjöl og lýsi —Pilluð rækja 125 8/97 9/97 10/97 1V97 12/97 1/98 2/98 3/98 4/98 5/98 6/98 7/98 8/98 9/98 Hér má glöggt sjá hvemig þróunin hefur verið í verði fiskafurða á undanfömum mánuðum. Verð á frystum afurðum tók mikið stökk fyrir réttu ári og hefur síðan örlítið lœkkað. Sömuleiðis em saltflskafurðir á góðri uppleið þessa stundina. 32 ÆGIR -----------------------------------------------------------------

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.