Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1998, Side 22

Ægir - 01.11.1998, Side 22
A hmíí Trevtíngurp Nýr bátur til Grundarfjarðar Sigurborg SH-12, 200 tonna stál- bátur, hefur bæst í flota Grundfirð- inga. Báturinn var keyptur frá Hvammstanga og verður hann gerð- ur út á rækju. Endurbættar loðnuverksmiðjur Nú er að ljúka veigamiklum endur- bótum á fiskimjölsverksmiðju SR- Mjöls á Siglufirði. Þurrkari hefur verið endurnýjaður, sem og hreinsi- búnaður allur, þannig að mun minni lykt ætti að vera í bænum þegar bræðsla stendur yfir. Þá hefur verið skrifað undir samn- inga þess efnis að Héðinn-smiðja annist endurbætur á verksmiðju Os- lands á Höfn í Hornafirði. Kostn- aður við áfangann nemur á þriðja hundrað milljónum króna. Antares úr breytingum Nótaskipið Antares, sem er í eigu Isfélags Vestmannaeyja hf., er ný- komið heim eftir breytingar hjá skipasmíðastöðinni á Skála í Færeyjum. Meðal annars var sett perustefni á skipið í þeim tilgangi að auka ganghraða og minnka elds- neytiseyðslu. Þessu til viðbótar voru sett nokkur ný tæki í brú skipsins og breytingar gerðar á sjókælibúnaði. Antares hélt þegar í stað til sfld- veiða þegar heim var komið. Auðvitað skiptir máli fyrir útgerðina að vera með sem menntaðasta menn og við styðjum heilshugar alla mennt- un, það er bara staðreynd að við komumst af með minna menntaða menn og það hefur oft verið erfiðleik- um bundið að koma skipunum út vegna þessa. Við höfum hér menn sem við treystum 100% fyrir þessum störfum en við fáum bara ekki undanþágur fyr- ir þá. Mér finnst ef yfirvélstjóri um borð er með full réttindi og hann treystir einhverjum til að gegna störf- um með sér og útgerðarmaðurinn treystir manninum líka til að starfa á sínu skipi þá eigum við að geta ráðið því hvort viðkomandi fer um borð eða ekki. En við munurn aldrei láta rétt- indaminni menn sitja fyrir þeim sem meiri menntun hafa. Þessu er líka svona farið með stýri- mennina á togarunum okkar. Við vilj- um meina að það sé engin þörf á há- menntuðum öðrum stýrimanni á ís- fisktogara. Hann er einfaldlega vakt- formaður á móti bátsmanni, sem þarf enga skipstjórnarmenntun að hafa." En er einhvern tímann hörgull á mönnum á topploðnuskip? „Það hefur nú komið fyrir að það hefur vantað réttindamenn á þau skip en það er að vísu í miklu færri tilfell- um. Það eru glæsileg laun í boði á þessum toppskipum. Hásetahluturinn á Hólmaborginni á síðasta ári var 6,1 milljón króna og ætli úthaldsdagaranir hafi ekki verið um 200. Launin gerast vart betri." Aflaverðmætið 850 milljónir fyrstu 10 mánuði ársins Um 100 sjómenn starfa á skipum HE og er þá er tekið tillit til afleysinga- manna. Heildarlaunagreiðslur til þeirra námu um 375 milljónum á síðasta ári og afli skipanna hefur verið góður í ár. Fyrstu 10 mánuði ársins öfluðu skip HE 82.500 tonna af loðnu, síld, kol- munna, rækju og bolfiski. Heildarverðmæti aflans er 842 Síðastliðið vor lauk viðamikilli endurbygg- ingu á Jóni Kjartanssyni SU. Strax á nœsta ári fer skipið í véiarskipti og verður að því loknu mun aflmeira til veiða. Þetta sýnir vel hversu ákveðnir Eskfirðingar eru í að ná árangri í kolmunnaveiðunum. milljónir króna. Loðna er sem fyrr stærsti hluti aflans. Byrjaði að velta tunnum hjá Alla Emil byrjaði sem aðalbókari hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar árið 1977 og tók við starfi útgerðarstjóra árið 1981 og segir að starfið sé ákaflega lifandi og skemmtilegt. Hann er fæddur á Gjögri og ólst þar upp til níu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Eskifjarðar. „Ég var farinn að velta tunnum hér hjá Alla 8 eða 9 ára gamall og ég held að ég hafi unnið í síld flest sumur fram að fermingu. Eftir fermingu var ég farinn að vinna fulla vinnu í frysti- húsinu, en í dag fær maður ekki vinnu fyrir unglingana sína í frystihúsinu. Lögin eru alltaf að banna manni að vinna, samanber námsmenn. Ef þeir eru duglegir að vinna eru námslánin þeirra skert," segir Emil. Símarnir á skrifborði Emils hafa ekki þagnað þrátt fyrir að hann hafi stillt á bið. Það var símtal frá Færeyj- um sem þurfti að taka og svo hringdi „rauði siminn" - sá sem Aðalsteinn Jónsson einn hefur aðgang að. „Hann var einu sinni rauður," segir Emil bros- andi að lokum. 22 MSilU

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.