Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Texti: Elma Guðmundsdóttir tonn við stækkunina. Kostnaður vegna þessara breytinga á skipunum nam um 900 milljónum króna og segist Emil telja að þeim peningum hafi verið vel varið. En hvað með annan skipastól félags- ins? Ekki verður annað sagt en togar- arnir séu komnir til ára sinna. „Já, það má kannski segja en þess ber þó að geta að skipunum hefur ver- ið haldið ákaflega vel við. Hólmanesið hefur séð frystihúsinu fyrir hráefni og Hólmatindur er á rækjuveiðum. Hólmanesið var til sölu fyrir um ári þegar HE og Kaupfélag Héraðsbúa lögðu niður sameiginlegt útgerðarfélag en það vildi enginn kaupa kvótalaust skip. Þessi skip eru í góðu ásigkomulagi og eiga eflaust eftir að þjóna okkur áfram um árabil." Kvótaþingið til óþurftar Það er ekki hægt að segja að Emil Thorarensen sé skoðanalaus maður og hann liggur ekki á þeim þegar Kvóta- þingið og menntunarmál sjómanna berast í tal. „Það breyttist allt til hins verra með tilkomu Kvótaþingsins. Áður en það kom gátu útgerðirnar og aðrir eigendur kvóta haft samkomulag sín í milli um skipti og sölu á kvóta. Þessu fylgdi ótvíræð hagræðing. Menn hafa jafnvel kallað þessi skipti tonn á móti tonni. Þannig var þetta t.d. með þau skip sem voru að landa rækju hjá okkur. Eigend- ur þeirra sáu fram á að rekstrargrund- völlur væri brostinn með tilkomu þingsins og m.a. þess vegna vorum við tilneyddir að kaupa skip til að sjá rækjuvinnslunni fyrir hráefni. Kvótaþingið er fyrst og fremst sett á að kröfu forystumanna sjómanna en það þjónar á engan hátt hagsmunum útgerðar eða sjómanna. Eftir að Kvóta- þingið kom á var t.d. ekki lengur grundvöllur fyrir sölu Hólanessins. Útgerðarmenn vöruðu eindregið við stofnun Kvótaþings og ég held að það sé að sanna sig núna að þau varnaðar- orð voru réttmæt. Það hefur fjöldinn allur af sjómönnum misst vinnu sína með tilkomu Kvótaþings, sérstaklega á minni bátunum, þar sem rekstrar- grundvellinum hefur verið kippt und- an þeim. Hagsmunir útgerðar og sjó- manna eiga að fara saman og þess vegna hefði átt að hlusta á varnaðarorð útgerðarmanna," segir Emil. Óréttmætar kröfur um menntun „Það verður sífellt erfiðara að fá menntaða menn til starfa á skipunum. Sérstaklega hefur þetta versnað eftir að stjórnvöld gerðu átak í að útrýma at- vinnuleysi í landinu. Vélstjórar sem nú eru gjarnan komnir með sex til sjö ára nám eru orðnir alltof menntaðir menn til að stíga um borð í fiskiskip. Hugur þeirra stefnir síður á sjóinn ef þeir eiga kost á sambærilegum launum í landi og þessir menn fara einfaldlega í ál- verksmiðjur og önnur stórfyrirtæki, s.s. virkjanir. Við erum einfaldlega ekki samkeppnisfærir við þessa aðila. Útgerðarmenn eru afar ósáttir við þau lög sem gilda varðandi skyldur þeirra til að hafa menntaða vélstjóra um borð. Lögin eru svo ströng að á skipum eins og Jóni Kjartanssyni og Hólmaborginni þurfa að vera þrír sprenglærðir vélstjórar. Lögin fyrirskipa þennan fjölda vélstjóra út frá vélarstærð en ekkert er horft á aðra þætti. Það skiptir engu máli hvernig aðstæður eru, þeir verða að vera 3 og allir með þessa tilteknu menntun. AGÍR 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.