Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 25

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI sem ræður þróun alþjóðaréttar. íslend- ingar fengu því framgengt árið 1953, að Sameinuðu þjóðirnar tækju þessi mál á dagskrá. Ætlun þeirra var að um málið yrði fjallað í Laganefndinni og það afgreitt með einfaldri atkvæða- greiðslu á allsherjarþinginu. Málin þró- uðust hins vegar á þann veg, að komið var á fót Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þar sem tekist var á um mál- ið og það þæft fram og aftur næstu 30 árin. Árið 1983 náðist loks tilskilinn meirihluti fyrir viðamiklum lagabálki um réttarstöðu hafsvæðanna næst ströndinni, með viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögu einstakra þjóð- ríkja. Úthafið og hafsbotninn utan þessara marka var lýst sameign mann- kyns. Það var ekki fyrr en í nóvember 1994 að tilskiiinn fjöldi ríkja hafði undirritað Hafréttarsátt- málann til þess að hann tæki ótvírætt gildi sem alþjóðalög. Enn hafa fæst vestrænna iðn- ríkja undirritað sáttmálann. Meðal þeirra sem hvað lengst drógu lappirnar voru Norð- menn sem alltaf hafa tvístigið milli hagsmuna verslunarflota síns, strandveiða og út- hafsveiða. Ekki leið á löngu þar til ljóst varð að Hafréttarsáttmálinn dugði ekki til að skera úr um ýmis deilumál fiskveiðiþjóða. Gilti þetta um stofna sem gengu úr einni lögsögu í aðra (loðna, síld) og stofna sem gengu milli lögsögu strandríkis (eða -ríkja) og alþjóðlegs hafsvæðis, eins og er í „Smugunni," Síldarsmug- unni og á Reykjaneshrygg. Hafréttar- sáttmálinn gerði einnig ráð fyrir að svæðanefndum yrði komið á fót til að setja reglur um veiðar á afmörkuðum hafsvæðum. Eftir stóð hins vegar spurningin um það, hver átti að fram- fylgja lögum og reglum á miðum sem voru utan 200 mílna. Þarna veiddu flotar frá ýmsum þjóðríkjum, þar sem mismunandi reglur giltu um veiðarfæri og búnað skipa, veiðar á smáfiski, eftir- lit og skráningu afla o.s. frv. Dæmi um svona óvissusvæði er „Flæmski hattur- inn" svokallaði undan austurströnd Kanada. Komið var á fót annarri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar og lauk henni með samkomulagi sum- arið 1995. Reynslan bendir þó til að langt sé í land, þar til tilskilinn fjöldi ríkja hefur fullgilt samkomulagið og að sennilega muni iðnríkin, sem fyrr, láta undir höfuð leggjast að undirrita. Eftir er að sjá, að hvaða gagni nýi sáttmál- inn kemur við að koma á lögum og reglu á úthöfunum. Einnig hvort sér- stakur alþjóðlegur dómstóll um haf- réttarmálefni nær tilætluðum árangri og hvort ríki muni viðurkenna lögsögu hans og hlíta þeim úrskurðum, sem upp verða kvaddir. íslendingar hafa langa reynslu af fiskveiðideilum. Þrjátíu ára stríð ís- lendinga gegn Bretum hlaut nafnið Þorskastríð. Á íslensku endurspeglar nafnið aðeins blákaldan veruleikann: Einhuga þjóð í baráttu fyrir lífshags- munum sínum. Á ensku er nafngiftin hins vegar ekki laus við niðrandi merk- ingu: Að það sé fyrir neðan virðingu hins konunglega breska flota að beita valdi vegna svo ómerkilegrar lífveru með köldu blóði sem syndir í sjónum. Meðal þeirra sem á annað borð létu sig málið nokkru varða í Bretlandi, var al- menningsálitið mjög skipt í þessu stríði. Strandveiðimennirnir stóðu yfir- leitt með íslenskum fiskimönnum, fiskimennirnir frá úthafsveiðiborgun- um voru hins vegar á öðru máli og stóðu gallharðir á sínum „rétti." En það eru fleiri en íslendingar og Bretar sem eiga í hafréttarerjum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að um allan heim geta fiskveiðadeilur orðið slík hitamál að upp úr sjóði og blóð fljóti. Haustið 1995 birtist í tíma- ritinu National Geographic yfirlit yfir helstu fiskveiðideilur og skærur á árun- um þar á undan. Hér á eftir verður stiklað yfir þetta yfirlit, til að gefa mönnum hugmynd um, hversu víða er tekist á um mál af þessu tagi. Norðvestur-Kyrrahaf: Rússneska landhelgisgæslan skýtur á tvo japanska fiskibáta, sem sakaðir eru um veiði- þjófnað innan lögsögunnar við Kúrileyjar; hæfa annað skipið og særa nokkra af áhöfninni. Patagónía: Argentínskur fall- byssubátur eltir skip frá Taiwan og skýtur það niður. Áhöfninni er bjargað. Spratly-eyjar: Filippínskir fall- byssubátar handtaka 62 kín- verska sjómenn vegna veiða á umdeildum hafsvæðum vestur af Filippseyjum. En Kína, sem er mesta fiskneysluland heimsins, stefnir á úthafsútgerð og hefur komið sér upp frystitogurum í því skyni. Kínverjar hafa þegar náð samningum við 15 ríki um veiðar inn- an lögsögu þeirra. Indland: Fiskimenn á hefðbundn- um kænum eru sakaðir um að bera eld að togurum. Mótmæli um allt land við samningum um sameignarfyrirtæki með útlendingum. Namibía: Eftir að hafa tekið fasta átta spænska togara fyrir ólöglegar veiðar 1991, sér Namibía árangur gerða sinna með eflingu hakastofnsins og nær samningum við spænskt fyrirtæki um sameignarfélag með 44 milljón dollara hlutafé. Norður-Atlantshaf: Skuttogarinn Rex er tekinn vestur af Skotlandi fyrir „Þrjátíu ára stríð íslendinga gegn Bretum hlaut nafhið Þorskastríð. Á íslensku endurspeglar nafnið aðeins blákaldan veruleikann: Einhuga þjóð í baráttu fyrir lífs- hagsmunum sínum." AGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.