Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1998, Side 34

Ægir - 01.11.1998, Side 34
Sfldin að gefa sig fyrir vestan landið Y Jtn margt minnir sfldarvertíðin, það sem afer hausti, á vertíðina í fyrra. Sií var töluvert lakari ett árið á undan, veiðar gengu erfiðlega og einna helst að bátar ttœðu árangri með flottrolli. Að undanfórnu hefur svipað verið uppi á teningnum ett þó er athyglisvert að veiðanlegt magn af sfld finnst nú úti fyrir Vesturlandi og það segja fiskifrœð- ingar vera mynstur sem þekkist frá gömlu góðu sfldarárunum. Á síldarárunum, þ.e. fyrir um 30 árum, var mikil síld- veiði úti fyrir Vestur- landi og þegar nú bregður svo við að mikið finnst af síld á svæðinu vaknar sú spurning hvort hegðunarmynstur síldarinnar sé að taka á sig mynd síldaráranna. Rannsóknarleiðangur mun leiða í ljós nú í lok nóvember hvort svo er en á hinn bóginn vekur það miklar áhyggjur hversu lítið er af síldinni á þekktum veiðislóðum fyrir Aust- fjörðum. Varla er hægt að segja að þar hafi fundist síld í haust nema á Héraðsflóadjúpinu og þar stendur hún svo djúpt að ógjörningur er að ná henni nema í flottroll. Að vísu byrjaði vertíðin ágætlega í haust en engu er líkara en síldin hafi forðað sér af svæðinu þegar flotinn byrjaði að veiða. Síldin sem hvarf Sumargotssíldarstofninn hrundi árið 34 miu---------------------------- 1970 og árin þar á eftir voru notuð til að byggja stofninn upp að nýju með þeim litlu torfum sem eftir voru við landið. Mælingar höfðu sýnt að stofn- inn var vaxandi og því voru það mikil vonbrigði þegar síldin gaf sig ekki fyrir Austurlandi nú í haust. Tengsl kunna þó að vera milli þess og síldartorfanna sem nú finnast úti fyrir Vesturlandi. Flottrollið virkar Hörður Guðmundsson, skipstjóri á Þorsteini EA, var kominn með um 250 lestir af síld á Héraðsflóadjúpinu þegar Ægir náði tali af honum. Hann sagðist eingöngu nota flottrollið við veiðarnar en stöku bát takist að kroppa eitthvað upp með nótinni. „Ég geri ráð fyrir því að bátum fjölgi strax á svæðinu ef síldin fer að gefa sig en vertíðin er mjög lík því sem var í fyrra. Þá þýddi heldur ekkert að reyna með öðru veiðarfæri en flottrollinu," sagði Hörður en Þorsteinn EA var á kolmunnaveiðunum fram í nóvember en hætti þeim eftir að kolmunninn gekk inn í færeysku lögsöguna. Mikið síldarmagn á vestursvæðinu Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á nótaskipinu Antares frá Vestmanna- eyjum, fékk 500 tonn af síld í nót í fyrsta túrnum á Kolluálssvæðið fyrir vestan land. Hann segir síldar- skipstjórana sammála um að mun meira magn sé á svæðinu en fyrir aust- an land og þarna sé um góða síld að ræða. „Það var vitað í fyrra um síldartorfurnar hér fyrir vest- an en þá fór enginn á svæðið. Ég fékk síðan staðfest í vetur að netabátar hefðu orðið varir við síld- ina og þá ákváðum við að fara á svæðið núna í haust og reyna fyrir okkur. Árangurinn af því var góður og ég vonast til þess að við getum verið á þessu svæði fram til jóla," segir Grímur Jón en Antares landar síldinni í heimahöfn í Vestmannaeyjum. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur til að þessi síld hafi verið hér í fyrra líka. Spurningin er sú hvort tengsl séu á milli ástandsins hér fyrir vestan og fyrir austan en mér finnst ekki ólíklegt að síldin hafi gengið að austan vegna þess að það er búið að hræra mikið í henni þar með flottrolli," sagði Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Antares VE.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.