Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 14

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 14
Það á svo mikið eftir. Það var stráktitt- ur, blaðamaður á Þjóðviljanum, sem ætlaði að hafa við mig viðtal, sem gaf mér þetta nafn. Ég mátti hins vegar ekkert vera að því að tala við hann, var á kafi að salta síld. Seinna las ég bara í blaðinu; Alli ríki þetta og Alli ríki hitt. Mér er svo sem alveg sama um þetta nafn." Hef alltaf hugsað um að fólkið hafi vinnu Þegar ekið er meðfram þeim stað á Reyðarfirði sem vænst er að álverk- smiðja rísi segir Alli að það eina sem geti bjargað þessum fjórðungi sé slík verksmiðja og hann trúir að hún komi. En er hann þá ekki hræddur um að enn verra verði að fá fólk til starfa í fiskvinnslunni? „Nei, nei," svarar hann strax, „það kemur bara fleira fólk." En hefur Alla aldrei dottið í hug að kaupa vinnsluskip. Hann svarar því neitandi. „Ég verð að hugsa um fólkið í landi. Það verður að hafa vinnu og fær ekki vinnu ef aflinn verður unninn úti á sjó. Það hefur alltaf verið mitt mottó að hugsa um fólkið. Landvinnslan hefur aldrei skilað hagnaði, ekki einni krónu. Það hefur alltaf verið tap á henni. Það er loðnan, bræðslan, sem hefur skapað allar þær tekjur sem við höfum verið að byggja upp fyrir. Já, og auðvitað síldin áður fyrr. Ég er engin yfirstéttarkarl. Þegar ég fer í heimsókn í bræðsluna fer ég ekki upp á skrifstofu bræðslustjórans, nei ég fer og tala við strákana. Áður fyrr slóst ég alltaf smávegis við þá en það er liðin tíð. Ég hef verið óskaplega heppinn með fólk, þetta eru góðir strákar sem eru með mér." Rækjan er ekki að verða búin - Nú ert þú að byggja nýja rækjuverk- smiðju, er það ekki bara rugl núna þegar rækjan er að verða búin? „Rækjan er ekkert að verða búin. Aðalsteinn Jónsson um borð í Guðrúnu Þorkelsdóttur SU þegar hún kom heim eftir endurbyggingu í Póllandi. Með Aðalstemi er ísak Valdimarsson, skipstjóri á Guðrímu Þorkelsdóttur. „Eg verð að hugsa um fólkið í landi. Það verður að hafa vinnu og fœr ekki vinnu afaflinn er unninn úti á sjó Líttu á hvað hefur verið að gerast á Flæmska hattinum. Fiskifræðingar hafa verið með hástemmdar yfirlýs- ingar um hrun rækjustofnsins og að þar sé allt á síðasta snúningi, en í sum- ar hefur verið meiri veiði þar en nokkru sinni fyrr. Það er aldrei á vísan að róa í þessum bransa." - Nú ætlar þú að fara að setja stærri vélar í skipin til að veiða kolmunna. Verður þar á vísan að róa? „Það er mikill kolmunni í sjónum og við eigum að sækja hann. Sjáðu til: í sumar voru íslensku skipin að fiska brot af því sem t.d. færeyska skipið Kristian í Grjót- inu var að fiska. Þetta var ekki hægt að horfa upp á. Skipin toguðu hlið við hlið, færeyska skipið fékk 250 tonn á meðan það íslenska fékk 50 tonn. Okkar skip hafa einfaldlega ekki vélarafl í þessar veiðar. Þess vegna setjum við stærri vélar í skipin. Þetta borgar sig auðvitað ekki á einu ári en það borgar sig síðar." Bíltúrinn endar á Eskifirði og enn er nóg um að tala en einhvers staðar verður að láta staðar numið. Eftir hring við frystihúsið er lagt fyrir fram- an skrifstofuna. Alli tók upp símann og hringdi. Síminn er hans stjórntæki 14 MCm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.