Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI kvæmdum um mitt þetta ár vegna óvissu í veiðum." Hráefnisöflun tryggð Þrátt fyrir að rækjuaflinn hafi verið mun minni en áður hafa HE menn ekki lagt árar í bát, því í ágústmánuði keyptu þeir útgerðarfyrirtækið Triton ehf. á Djúpavogi. Því fylgdi rækju- veiðiskipið Gestur SU-160, 250 brúttó- lestir að stærð, ásamt aflaheimildum en Gestur hefur verið kjölfestan í hrá- efnisöflun verksmiðjunnar um nokk- urra ára skeið. Gestur heitir nú Vota- berg og ber einkennisstafina SU-10 En er rækjuiðnaðurinn ekki sveiflu- kenndur? Rækjuaflinn er í lágmarki, fyrir fáum árum varð verðhrun á rækju vegna offramboðs og það var spáð uppsveiflu í ár, sem er nú aldeilis ekki. „Ég held að við eigum aldrei eftir að upplifa það að vera í sjávarútvegi sem Búi Þór Birgisson, verksmiðjustjóri, með Eskfirska rcekju, tilbúna til útflutnings. ekki er sveiflukenndur. Rækjuvinnslan hér á landi er á mjög háu plani og tæknivæðingu hefur verið fylgt eftir. Við erum alltaf að tala um fullvinnslu sjávarafurða en ætli við höfum ekki náð lengst í rækjunni á því sviði. Það er kannski spurning hve langt við eig- um að ganga. Þegar talað er um land- vinnslu vill umræðan gjarnan snúast um bolfiskvinnsluna en ætli það séu ekki allt að 800 manns starfandi við rækjuiðnaðinn í landinu. Nei, þessi uppsveifla sem spáð var hefur látið á sér standa - en verðum við ekki að treysta á að ástandið batni? Hins vegar tel ég að það sé og hafi verið kolröng stefna í rækjuveiðunum, já og ýmsum öðrum veiðum t.d. að nota flottroll á síld og fá 300 kíló af rauðmaga í trollið. Veiðarfærin sem eru núna notuð á rækjuna eru einfald- lega of stór," segir Búi þegar talið berst að ástandi fiskistofna þ.m.t. rækjunn- ar. „Markaðsmálanna vegna varð að gera eitthvað í þessum málum," sagði Búi Þór að lokum „og við áttum að mínu mati aðeins tvo kosti í stöðunni. hætta þessum rekstri eða stækka. Við völdum, að ég held, betri kostinn." U VARTA cc ” STARTGEYMAR STÖÐUGEYMAR (/) F IFRAM donaldson j SMURSIUR ELDSNEYTISSÍUR GLUSSASÍUR SIMI 535 9000 FAX 535 9040 MÆ. 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.