Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 33

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Ég hef alltaf litið svo á að það sé sameiginlegt markmið fiskvinnslunnar og fiskverka- fólks að breyta ímyndinni. Það snýr að okkur sem störfum við ftskvinnsluna en iíka að vinnslufyrirtcekjunum sjálfiim," segir Aðalsteinn Baldursson. íslands, segist mjög ánægður með ráð- stefnuna og þær umræður sem þar hafi farið fram. Hann segist staldra við þrjú grundvallaratriði sem horfa verði á sem áhersluefni í þeirri vinnu sem framundan er við að bæta ímynd fisk- vinnslustarfanna á íslandi og gera þau um leið eftirsóknarverðari. „Númer eitt, tvö og þrjú eru launin. Þau verða að batna en síðan koma at- riði eins og starfsöryggi og starfs- menntamál fiskvinnslufólks. Þessi at- riði standa upp úr að mínu mati," segir Aðalsteinn. Hann segir að sú staðreynd aö allt upp undir helmingur starfsfólks í ein- stökum fyrirtækjum kemur erlendis frá, geri baráttuna fyrir bættum hag fiskvinnslufólks enn erfiðari. „Ef okkur tekst að laga launin, auka starfsöryggið í greininni og bæta starfs- menntamálin, þá mun ekki vanta fólk til starfa í fiskvinnslu hér á landi. Að vísu hefur orðið fækkun fiskvinnslu- starfa á undanförnum árum og víða er ekki hægt að reka fiskvinnslur án er- lends vinnuafls en við höfum bent á aö það hljóta að vera meiri möguleikar á tilflutningi hráefnis milli lands- hluta." Byggðastefnuna vantar Aðalsteinn telur að stefnumál stjórn- valda hverju sinni hafi mikil áhrif á þróun fiskvinnslunnar og þar með starfanna sem henni fylgir. „Það virðist vera opinber stefna stjórnvalda í dag að byggja upp kjarna í hverju kjördæmi en horfa ekki á ann- að. Á sama tíma fækkar fólkinu á út- jöðrunum og fólk flytur burt af stöð- unum. Mér finnst einsýnt að fisk- vinnslan getur haft mikil áhrif á byggðaþróun í landinu og sömuleiðis er kvótakerfið mikill áhrifavaldur. Ein- staklingar sem vilja hefja útgerð í dag þurfa að fjárfesta svo mikið til að kom- ast inn í greinina að það er ógjörning- ur að fara af stað. Ef reynt yröi að gefa nýjum aðilum tækifæri til að koma undir sig fótunum í útgerð þá yrði það jákvætt skref fyrir þær byggðir sem standa verst í dag," sagði hann. Út frá þessu segir Aðalsteinn ljóst að stjórnvöld þurfi að koma að verki og skapa betra umhverfi fyrir fiskvinnslu- fólk. Lög um atvinnuöryggi verði að breytast en hann óttast að litlar breyt- ingar verði, miðað við óbreytta sam- setningu á Alþingi. „Okkur hefur tekist á undanförnum árum að stíga skref í jákvæða átt en það er langt í land ennþá. Ég hef alltaf litið svo á að það sé sameiginlegt mark- mið fiskvinnslunnar og fiskverkafólks að breyta ímyndinni. Það snýr að okk- ur sem störfum fyrir fiskvinnslufólk en líka að vinnslufyrirtækjunum sjálfum. Ef þau t.d. opna vinnustaðina meira og sýna almenningi hvað fer fram innan veggjanna þá held ég að viðhorfið breytist," segir Aðalsteinn. Þróunin í greiðslum atvinnuleysisbóta til fiskvinnslufyrirtœkja. Greiðslurnar hafa aukist þegar leið á haustið. ÆGm 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.