Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Síða 27

Ægir - 01.11.1998, Síða 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sjómannasamband íslands: r Aróður rekinn gegn Kvótaþinginu Aþingi Sjómannasambands Is- lands, sem haldið var fyrr í mán- uðinum, urðu miklar umrœður um Kvótaþing og Verðlagsstofu skipta- verðs, en þessum stofnunum var kom- ið á fót í kjölfar kjarasamninga sjó- manna og útvegsmanna síðastliðið vor. Sjómenn segja útvegsmenn reka áróðurgegn Kvótaþinginu með því að halda því fram að það leiði afsér at- vinnuleysi sjómanna. í afgreiðslu þingsins um málið lýsti Sjómannasamband íslands fullum stuðningi við Kvótaþingið, sem og Verðlagsstofu, og segir í samþykkt um málið að vonandi nái tilraun stjórn- valda til að koma verðlagningu á sjáv- arfangi í eðlilegt horf tilætluðum ár- angri. Hvað varðar Verðlagsstofuna þá eru sjómenn þeirrar skoðunar að hún leysi vandann aðeins tímabundið en endanleg lausn varðandi eðlilega verð- myndun á afla upp úr sjó fáist ekki fyrr en allur afli verði seldur á fiskmarkaði. í ályktun um Kvótaþingið er bent á að úthlutaðar veiðiheimildir minnki ekki þó viðskipti með aflamark fari um Kvótaþing. „Útgerðarmenn eru eftir sem áður frjálsir að því að selja og kaupa afla- mark, og á því hið svokallaða hagræði af því að flytja veiðiheimildir milli skipa að vera óbreytt. Útvegsmenn eiga hins vegar erfiðara með að láta sjómenn taka þátt í aflamarkskaupum útgerða sinna vegna Kvótaþingsins og er það vel. Eftir sem áður þarf jafn marga sjómenn til að veiða þann afla sem til skiptanna er," segir í samþykkt þings Sjómannasambands íslands um kvótaþingið. Sjómannasamband íslands styður Kvótaþing heilshugar en útgerðarmenn hafa gagnrýnt það harkalega. • Algjörlega ryk- og vatnsþéttir • Engin móða við -40°C til 80°C og við allt að 95% raka. • Með eða án innbyggðs áttavita. • Lífstíðareign með allt að 30 ára ábyrgð. . ‘dtr- riá • Einstaklega bjartir og skarpir („auto focus"). Brimrúnehf * STEINER G E R M A N Y SJÓNAUKAR Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 561 0160 • Fax 561 0163 MSilR 27

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.