Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1998, Side 28

Ægir - 01.11.1998, Side 28
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á aðalfundi útvegsmanna: Góðærið í þjóðfélaginu á rætur að rekja til sj ávarútvegsins fnisatriði kjarasamninga vorn ekki mikil en viðhengið er varðaði Kvótaþing kemnr til með að hafa veruleg áhrifá stöðu einstakra út- gerða ogþá einkum útgerð einstakl- inga. Þeim ergert mjög erfitt fyrir um flutning veiðiheimilda tnilli skipa á satna tíma og þeim settt eiga fleiri en eitt skip er það frjálst. Þessi lög draga mjög úr því hagrœði sem lög um stjórn fiskveiða hafa gert mögulegt, eitis og t.d. um jöfn skipti veiðiheim- ilda. Slík skipti veiðiheimilda hafa virkað mjög vel til þess að nýta ein- stakar fisktegundir og til þess að koma í veg fyrir að fiski sé hent," sagði Kristján Ragnarsson á aðal- fundi LÍÚ. Formaður LÍÚ benti á að það góð- æri sem gjarnan er talað um að nú sé í þjóðfélaginu, megi að stærstum hluta rekja til sjávarútvegsins. Kristján taldi að í því ljósi ætti umræðan um grein- ina að vera jákvæðari. „Hin neikvæða umræða hefur nær öll snúist um stjórnkerfi fiskveiða en einmitt það hefur orðið til þess að hér hefur ríkt stöðugleiki í efnahagslífinu og sjávarútvegurinn hefur getað staðið undir auknum kaupmætti án þess að grípa hafi þurft til breytinga á gengi krónunnar. Sé litið til baka til upphafs þess fisk- veiðistjórnunarkerfis sem við búum við í dag rifjast það upp að þá talaði enginn um gjafakvóta eða sægreifa. Hvað skyldi hafa valdið því? Skyldi það ekki hafa verið vegna þess að þá var verið að skerða veiðiheimildir á mikilvægustu fisktegundinni um þriðjung. Þá sáu hvorki við né aðrir hvernig væri unnt að halda skipum til veiða nema kleyft væri að sameina veiðiheimildir. Þá hét það ekki kvóta- brask. Þá var öllum ljóst að ekki yrði unnt að komast út úr þeim erfiðleik- um nema með minni sókn, sem leiða myndi til endurreisnar stofnsins. Þetta tókst og þá bregður svo við að til and- mæla kemur. Þegar fyrir liggur að út- vegurinn sjálfur hefur komist hjálpar- laust yfir þessa erfiðleika vaknar and- staðan við stjórnkerfið. Þrátt fyrir sam- keppni við ríkisstyrktan sjávarútveg samkeppnislanda hefur útveginum sjálfum tekist að hagræða með sam- einingu veiðiheimilda. Kostnaðurinn hefur allur verið borinn af útvegin- um," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Alþingi samþykki að hefja hvalveiðar Landssamband íslenskra útvegs- manna samþykkti áskorun til Al- þingis um að það taki til afgreiðslu fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um að hefja hvalveiðar. LÍÚ vill að hún verði samþykkt. Meðal annarra afgreiðslna aðal- fundar LÍÚ var hvatning útvegs- manna til rannsókna á því hvaða áhrif hin ýmsu veiðarfæri hafi á um- hverfið. Jafnframt þessu þurfi að auka síldar- og flatfiskrannsóknir hér við land. Þorsteinn Pálsson, sjávanítvegsráðherra, ávarpaði aðalfund LÍÚ, í síðasta sinn sem ráðherra. Það fór vel á með þeim Þorsteini og Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, að lokinni rœðum þeirra á fimdinum. 28 ACJR ------------------------------------------------------------------

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.