Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 30
r Ráðstefna fiskvinnsludeildar VMSI um málefni fiskvinnslunnar: Launin og atvinnuöryggið mikilsverðustu áhersluþættirnir - tœkniþróunin mun hjálpa landvinnslunni í samkeppni við sjóvinnsluna TJiskvinnsludeild Verkamannasam- •i bands íslands boðaöi á dögunum til ráðstefnu um málefni fiskvinnsl- unnar og var þar velt upp mörgum athyglisverðum atriðum um stöðu greinaritinar og þess fólks sem við landvinnsluna starfar. Launamálin og atvinnuöryggið voru mikið rcedd en einnig virðist sem starfsmennta- málin brentii jafnt á fiskvinnslufólki, setn á vinnuveitendum. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, fjallaði í erindi sínu á ráðstefnunni um þróun- ina í vinnslunni á undanförnum árum og síðan þá kjarasamninga sem nú eru í gildi. Hann fullyrðir að samningarnir hafi markað tímamót og hægt sé að leggja mat á þá, nú þegar liðinn er um helmingur samningstímans. { fyrsta lagi segir Arnar að veruleg tilfærsla hafi orðið úr bónus í fasta- kaup, kauptrygging og vinnslustopp hafi verið betur skilgreind, oriofs- greiðslum í dagvinnu verið breytt í or- lofsdaga, vinnutímareglur ESB teknar upp og sveigjanleiki aukinn í dag- vinnu, auk annarra atriða. „Margir spáðu illa fyrir tilfærslunni á bónus en þetta atriði hefur gengið ágætlega eftir. í annan stað hefur orð- ið gífurleg breyting varðandi orlofið þannig að fiskvinnslufólk er að vinna sér inn orlofsdaga með sama hætti og tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi margt breyst til batnaðar með kjarasamning- unum og að mínu mati hefur ímyndin í fiskvinnslunni verið að batna," segir Arnar. Um 10 þúsund hafa sótt starfsfræðslunámskeiðin Arnar segir að á þeim tíma sem boðið hefur verið upp á starfsfræðslu fisk- vinnslufólks með sérstökum nám- skeiðum, þ.e. frá árinu 1986, hafi 11- 12 þúsund starfsmenn í fiskvinnslu sótt námskeiðin og af þeim um 10 þúsund lokið námskeiðunum. Arnar vill sjá frekari skref stigin í starfs- fræðslunni, t.d. þannig að fiskvinnslu- fólki sem lokið hefur starfsfræðslu- námskeiðunum verði gert kleift að stunda bóklegt nám í frítíma sínum og að námið miðist við þær kröfur sem gerðar verði fyrir inngöngu í nýja námsbraut í fiskvinnsluskóla. Við skipulagningu þessa náms, sem þurfi að ná um allt land, verði hugað að fjarkennslu um Internetið, auk marg- miðlunarefnis. Námið verði að taka mið af bóklegu námi á fyrsta ári á sjáv- arútvegsbraut og verði undir umsjá framhaldsskóla sem starfrækja fisk- vinnslubrautir. 30 AGffi Starfsmenntamál í fiskvinnslu eru mikið til umrœðu þessa dagana og raunar eru aðilar beggja vegna borðs, starfsmenn og atvinnurekendur, sammála um að bœta þurfi þar úr. Innflutt vinnuafl á sama tíma og íslendingar ganga atvinnulausir Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, bendir á að At- vinnuleysistryggingasjóður greiði á hverju ári kauptryggingu fyrir um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.