Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 36
Rf mótar stefnu sína til framtíðar - stofnunin vill stuðla að því að áherslurnar í sjávarútveginum færistfrá veiðum yfir til vinnslunnar annsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur nú kynnt nýja stefhumótun til framtíðar þar sem vikið er að þeim áhersluatriðum sem stofnunin œtlar að hafa að leiðarljósi í starfi sínu á komandi árum. Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rf, segir að þó stefnumótunin taki til fjölmargra þátta sé meginœtlunin að reyna að beina áherslunni í sjávarútvegi frá veiðum og að vinnsluþcettinum sjálfum og þeim afurðum sem íslendingar eru að framleiða úr fiski. Full ástœða sé til að œtla að íslendingar geti náð enn betri árangri í sölu á fiskafurðum en hingað til og því sé lykilatriði að hefja markvisst starf. „Með stefnumótuninni höfum við reynt að finna nýtt andlit á stofnunina og koma okkur um leið meira inn í umræðuna. Ætlun okkar er að koma á hugarfarsbreytingu í sjávarútveginum vegna þess að okkur finnst áherslurnar á veiðarnar sem slíkar vera óþarflega miklar ef mið er tekið af því að veið- arnar eru aðeins upphafið að ferli sem endar hjá kaupandanum á hinni end- anlegu vöru. Það má því segja að stefnumótunin sé leið sem við viljum fara til að flytja áhersluna yfir í mat- vælavinnsluna í sjávarútveginum. Um- ræðan hefur verið mikil um framhalds- vinnslu eða fullvinnslu í sjávarútvegi en samt sem áður hefur hún ekki skil- að breyttum áherslum í greininni," segir Hjörleifur. Mikil og vaxandi áhersla verður lögð á upplýsingamiðlun hjá Rf í fram- tíðinni, bæði með námskeiðahaldi, 36 ÆGIR -------------------------- miðlun upplýsinga til framleiðenda beint frá Rf, miðlun upplýsinga í gegn- um fjölmiðla, net og þannig mætti áfram telja. Tengsl við viðskiptavini stofnunarinnar og aðra hagsmunaaðila í sjávarútvegi verða efld á markvissan hátt en Rf skilgreinir sig sem fram- leiðslu- og úrvinnslufyrirtæki í sjávar- útvegi og öðrum matvælaiðnaði. Þar verður lögð áhersla á rannsóknir, þjón- ustumælingar og fræðslustarfsemi sem nýtist fyrirtækjum til að auka sam- keppnishæfni á innlendum og erlend- um mörkuðum. „Fyrirtæki í sjávarútvegi eru að stækka og skilgreina sig frekar sem matvælavinnslufyrirtæki. Við erum til- búin til að vera leiðandi í þessu ferli hvað varðar rannsóknir, upplýsingar og ráðgjöf og fylgja þannig breyting- unni eftir. Staðreyndin er sú að það er mikill akur óplægður og nægir að benda á að Danir eru að gera sér meiri pening úr fiski en við íslendingar. Sannarlega er góður árangur að geta selt fisk á hærra verði en kjöt en samt sem áður spurning hvort ekki megi gera enn betur," segir Hjörleifur Einars- son, forstjóri Rf. ifr láiMÉÍ- Hrevtingurp Umhverfisstefna LÍÚ Umhverfisstefna Landssambands íslenskra útvegsmanna var sam- þykkt á aðalfundi LÍÚ í byrjun nóvember. Stefnan er í 8 eftirfarandi liðum: 1. LIÚ mun vinna að því að viðhalda hreinu og heilnæmu svæði umhverfis Island. 2. LÍÚ mun stuðla að áframhaldandi sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar. 3. LÍÚ mun beita sér fyrir því að útbúnaður veiðarfæra leiði til góðrar nýtingar auðlinda sjávar. 4. LÍÚ mun beita sér fyrir eflingu hafrannsókna. 5. LÍÚ mun beita sér fyrir því að leiðbeina félögum þannig að þeir séu betur í stakk búnir að uppfylla kröfur sem koma fram í lögum og reglum. 6. LÍÚ mun kappkosta að upplýsa almenning um umhverfisáhrif útgerðarinnar. 7. LÍÚ mun markvisst vinna að eflingu umhverfisvitundar útgerðarinnar. 8. LÍÚ mun vinna að því að fá stjórnvöld og aðra aðila í sjávar- útvegi til liðs við sig um þessa umhverfisstefnu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.