Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fiskifélag Islands: Starfsemin flutt í árslok í nýtt húsnæði tarfsemi Fiskifélags íslands veröur í árslok flutt í nýtt húsnœði við Skipholt 17 í Reykjavík. Húsnœðið var keypt afPétri Péturs- syni og er samtals um 170 fermetrar að stœrð. Eins og fram hefur komið verður mikil breyting á starfsemi Fiskifélags íslands vegna þess að verktakasamn- ingi sem félagið hefur haft við ríkis- valdið, og fjallar um upplýsingaöflun og hagskýrslugerð, hefur verið sagt upp og verkefnin falin Hagstofu og Fiskifélag íslands Fiskistofu. Við þetta fækkar starfs- mönnum og áherslum í starfinu verð- ur breytt í kjölfarið. Frá því í sumar hefur stjórn Fiskifé- lagsins leitað að nýju húsnæði fyrir starfsemina en Höfn við Ingólfsstræti, sem er í eigu Fiskifélagsins, hefur verið leigð Fiskistofu. Pétur Bjarnason, for- maður stjórnar Fiskifélags íslands, seg- ir að nýja húsnæðið henti ágætlega undir starfsemina en samkvæmt nú- verandi áætlunum munu verða fimm og hálft stöðugildi hjá Fiskifélaginu eftir uppstokkun á starfi félagsins, þannig að nærfellt helmingur núver- andi starfsmanna heldur áfram störf- um fyrir félagið. Flestir aðrir munu fylgja verkefnum yfir til Fiskistofu og Hagstofunnar. Óseyjarmenn œtla að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir stórbrunann á dögunum: Nýtt hús byggt í vetur Tfónið í bruna bátasmiðjunnar Óseyjar í Hafnarfirði nemur hundruðum milljóna. Byggingar fyr- irtœkisins gjöreyðilögðust en slökkvi- liði tókst að verja þrjá raðsmíðabáta sem stóðu fyrir utan húsið, sem og lager og tœki á renniverkstœði. Ljóst er að Ósey mun byggja upp aðstöðu við nýju höfnina í Hafnarfirði. „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát við þetta áfall," segir Hallgrímur Hall- grímsson, framkvæmdastjóri Óseyjar. „Við vorum komnir á fund með hafnaryfirvöldum hér í bænum tveim- ur dögum eftir brunann og Hafnar- fjarðarbær hefur brugðist mjög skjótt við að úthluta okkur lóð til að byggja fyrirtækið upp á nýjan leik. Ég reikna með að þær framkvæmdir hefjist fljót- lega en lóðin á að verða byggingarhæf um miðjan desembermánuð," segir Hallgrímur. í desember átti að afhenda fyrsta raðsmíðabátinn af fjórum sem Ósey er með í smíðum þessa dagana. Sá bátur var inni í byggingunni í brunanum og er ónýtur. Pantaður verður annar skrokkur í hans stað en byggingu hinna bátanna þriggja verður lokið utan húss. Hallgrímur segir að tryggingar hafi verið í góðu lagi og fyrirtækið fái eign- irnar bættar. Lóðin við Hvaleyrarbraut var í eigu Óseyjar en Hafnarfjarðarbær mun hafa skipti við fyrirtækið henni og lóð við nýju höfnina. Mati á tjóninu var ekki lokið þegar Ægir ræddi við Hallgrím en fullljóst er að það nemur hundruðum milljóna króna. Þessi aðstaða gjöreyðilagðist í brunanum. ---------------------ÆGIE 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.