Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur: Þilskipaútgerð við Faxaflóa - fyrsta grein s J'fyrstn greiti minni um þilskipaút- gerð íslendinga á 19. öid kom fram, að vagga hennar stóð við Faxaflóa, nánar tiltekið í Hafnarfirði. Þaðan gengu skiítur konungsverslunarinnar síðari til veiða á ofanverðri 18. öld og þar rak Bjartii kaupmaður Sívertsen útgerð sína um aldamótin 1800 og á öndverðri 19. öldinni. Þilskipaútgerð Bjarna Sívertsen stóð með blóma fram á síðari hluta 3. ára- tugs 19. aldar, en lagðist með öllu af eftir að hann flutti til Danmerkur árið 1831. Þá virðist þilskipaútgerð og hafa lagst af að mestu í Hafnarfirði um skeið og næstu árin var útgerð þilskipa við Faxaflóa bundin við Flóann sunn- anverðan. Ekki fór hjá því að athafnir Bjarna Sívertsen hefðu áhrif á framtakssama nágranna hans og leið ekki á löngu, uns útvegsmenn suður með sjó gerðu sér ljóst, að góðan hag mætti hafa af útgerð þilskipa, ef rétt og vel væri að henni staðið. Meðal þeirra, er þannig litu á málin, voru þrír efnabændur við sunnanverðan Faxaflóa, þeir Ari Jóns- son í Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru- Vogum og Jón Sighvatsson í Höskuld- arkoti. Fjórði maðurinn í hópnum var Árni Magnússon í Halakoti, en hann átti um skeið þilskip í samlögum við Jón Daníelsson. Frumkvöðullinn Jón Daníelsson Jón Daníelsson virðist hafa orðið fyrst- ur þeirra fjórmenninganna til að hefja þilskipaútgerð. Árið 1803 keypti hann jagtina Willingen, 9 commerciallestir að stærð, og hóf útgerð hennar. Á næstu árum jók Jón útgerð sína. Árið 1820 átti hann, auk Willingen, hlut í skútu, sem Karven nefndist, á móti Árna Magnússyni. Var það skip smíðað í Vogum á árunum 1817-1819. Árið 1828 (eða 1829) eignuðust Jón og son- ur hans, Magnús Waage, aðra jagt og nefndist hún Anna Sophia. Það skip slitnaði upp af legu í Reykjavík í októ- bermánuði 1830, rak á land og ónýtt- ist. Þeir feðgar voru þó ekki af baki dottnir, en létu smíða nýtt skip heima í Vogum. Því var hleypt af stokkunum árið 1833 og hlaut nafnið Willingen, eftir gömlu jagtinni, sem lagt var árið 1826. Mun nýja skipið hafa gengið til veiða úr Vogum allt til ársins 1857, er Magnús Waage lést. Þar með var lokið sögu þilskipaútgerðar frá Stóru-Vogum. Þeir feðgar, Jón Daníelsson og Magnús Waage, voru miklir atorku- menn og lánaðist vel flest það er til bú- sýslu og útgerðar heyrði. Magnús lærði skipstjórnarfræði og stórskipasmíði í Danmörku og mun hafa átt mestan þátt í smíði Karven og Willingen (yngri). Hann smíðaði einnig fjölda opinna báta og hermir ein heimild (Annáll 19. aldar), að hann hafi smíð- að um eitt hundrað skip og báta. -------------------mm 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.