Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Síða 11

Ægir - 01.11.1998, Síða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI fiska. Veðrið mætti vera betra enda hjálpar það örugglega ekki að hafa mikla brælu. En það er góð tilfinning að vera kominn af stað og með fyrstu fiskana í lest," sagði Sveinn Rúnar. Hann segir að vel hafi gengið að draga línuna og búnaðurinn virðist skila því sem ætlast var til. Eina atriðið sem olli erfiðleikum í byrjun var tölvustýringin á línulögninni en Sveinn Rúnar átti ekki von á öðru en úr því yrði hægt að bæta. „Línulögnin skiptir mjög miklu máli hvað varðar árangurinn í veiðunum og þess vegna þurfum við að fá þetta atriði í gott lag. En við hefðum þurft að vera komnir hingað mánuði fyrr til að geta verið innan um Japanana þegar þeir voru hér að fiska. Sá síðasti fór daginn eftir að við komum hingað, tveir eða þrír voru að fara til Japan en ætluðu að reyna fyrir sér við Kanada. Ég veit hins vegar ekkert hvert sá síðasti fór." A bjartsýninni einni saman Fyrstu fiskarnir sem Byr fékk voru á bilinu 130-150 kíló, feitir og góðir. Sveinn Rúnar væntir þess að hægt verði að halda skipinu stöðugt út til þessara veiða. „Já, hugmyndin er að við getum verið við túnfiskveiðar árið um kring. Vitneskjan er mjög lítil um túnfisk- veiðar svona norðarlega enda er að- eins að baki þriggja ára veiðireynsla í landhelginni. Japanarnir voru að gera hér ágæta veiði síðari hluta nóvember í fyrra, hvað svo sem veldur því að þeir eru farnir núna. Við búum ekki yfir meiri vitneksju en aðrir í þessum efnum og erum að treysta mikið á bjartsýnina. Við tökum mikla áhættu og höfum ekki í neina varasjóði að hlaupa ef þetta verkefni klikkar," segir Sveinn Rúnar og aðspurður hver afl- inn þurfi að vera til að dæmið gangi upp svarar hann að ásættanlegt verði að ná um 500 kílóum á dag. „Það koma greinilega tímabil í þessu sem eru betri en önnur. Síðsum- ars virðist veiðin best og ef við náum Byr VE siglir inn í heimahöfh í Vestmannaeyjum eftir breytingarnar í Póliandi sem kostuðu um 90 milljónir króna. góðum árangri á þeim tíma þá gætum við komist yfir annan tíma þrátt fyrir lítinn afla." Fleiri útgerðir hafa áhuga á túnfiskveiðunum Þótt verð fyrir túnfisk sé hátt er það samt nokkru lægra en í fyrra. Þar kem- Þetta ágœta tœki er notað til að þreyta túnfiskinn. Ef líkja œtti þessu við eitthvað annað þá vceri það helst laxahjól. ur til efnahagslægðin í Austur-Asíu en verð fór af þeirri ástæðu niður í um 1500 krónur fyrir kílóið. Sveinn Rúnar bendir á að þar sé líka um að ræða mun fituminni fisk og þar af leiðandi sé ekki óraunhæft að miða við um 2000 krónur fyrir kílóið af þeim fiski sem Byr er að veiða þessa dagana. „Við erum mjög sáttir við það sem við höfum séð í byrjuninni. Við erum að draga línuna á svipuðum hraða og þeir japönsku, drógum til að mynda 40 mílna langa línu á sjö tímum og það er eðlilegur tími. Ég á fastlega von á að fleiri íslenskar útgerðir hugi að túnfiskveiðunum enda margar með skip sem geta náð kvótanum sínum á hálfu ári og gætu haft þetta sem verk- efni á móti. Við getum til að mynda verið að hefðbundnum línuveiðum þrátt fyrir að búnaðurinn sé sérhæfður en markmið okkar er að halda úti á túnfiskveiðum árið um kring. Væntan- lega munu aðrar útgerðir halda að sér höndum og sjá hvernig okkur gengur áður en þær ráðast í þetta verkefni," segir Sveinn Rúnar Valgeirsson, tún- fiskveiðiskipstjóri. Ncm ii

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.