Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 10
Túnfískveiðiskipið Byr VE komið á veiðar:
Markmiðið að vera á túnfisk-
veiðum árið um kring
- segir Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri
Saga túnfiskveiða íslendinga er
hafin. Á dögunum hélt til veiða
túnfiskveiðiskipið Byr VE, fyrsta ís-
lenska skipið sem sérútbúið hefur
verið til þessara veiða. Byr VE reyndi
fyrir sér í fyrrahaust á túnfiskveiðun-
um, þegar Ijóst var orðið að japönsk
túnfiskveiðiskip voru að ná ágœtum
árangri innan lögsögunnar, en ís-
lendingunum varð ekki eitis vel
ágengt, enda ekki með í höndunum
jafn vel búið skip til veiðanna ogþeir
japönsku. Engu að síður þótti útgerð
Byrs ástœða til að leggja út t breyt-
ittgar á skipinu, gagngert til að geta
haldið því úti á túnfiskveiðum í lög-
sögutmi þorrann úr árittu.
Byr VE hélt til Póllands síðastliðinn
vetur og þar voru veigamiklar breyt-
ingar gerðar á skipinu. Nýr framhluti
var settur á það og skipið lengt um
fjóra metra. Aðstaða var öll endurbætt
verulega, jafnt íbúðir skipverja sem og
vinnuaðstaða og settur um borð ýmis
búnaður sem tilheyrir túnfiskveiðun-
um.
Breytingarnar á skipinu sjálfu
kostuðu hartnær 100 milljón-
um króna og kostnaður vegna
búnaðar er um 50 milljónir
þannig að ljóst má vera að út-
gerð Byrs VE tekur mikla áhættu
með þessu verkefni.
Túnfiskveiðar sérhæfðar
Um margt eru túnfiskveiðarnar
framandi íslenskum sjómönnum. Þess
vegna hefur útgerð Byrs notað tímann
meðan skipið var í breytingum til að
Scevar Brynjólfsson, útgerðarmaður og
Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri. (t.h.)
afla sér upplýsinga um veiðarnar frá
japönskum og indónesískum tún-
fiskútgerðum, auk heldur sem stýri-
maður Byrs fór í túr með japönsku
túnfiskveiðiskip suður af landinu. Auk
þess fóru japanskir og indónesískir
túnfiskveiðimenn í fyrsta túr Byrs VE
nú á dögunum til að kenna skipverj-
um hvernig bera ætti sig að við veið-
arnar.
Lögð er lína með krókum og á þá er
beitt smokkfiski, þ.e. svokölluðum
Falklandseyjasmokki og japönskum
smokkfiski. Þetta er sama beitan og
japönsku túnfiskveiðiskipin nota. Lín-
an á Byr er samtals um 100 sjómílur
að lengd og er tölvutæknin notuð til
að stjórna línulögninni. Línan er síð-
an geymd á tromlu en það er frá-
brugðið því sem gerist um borð í
japönsku skipunum.
Eftir að gert hefur verið að fiskun-
um eru þeir kældir strax niður í -2
gráður og síðan í -65 gráður og
geymdir í klefum með -50 gráðum.
Nauðsynlegt er að nota svo mikið frost
þar sem túnfiskurinn er feitur fiskur
og heldur aðeins ferskleika sínum ef
svona er farið með hann.
í áhöfninni á Byr verða 16 menn en
í fyrstu túrum verður hluti af áhöfn-
inni af japönsku og indónesísku bergi
brotinn.
„Hefðum þurft að vera
mánuði fyrr á ferðinni"
Byr hélt í fyrsta túrinn þann 2. nóv-
ember síðastliðinn og náði Ægir
tali af Sveini Rúnari Valgeirs-
syni, skipstjóra, þegar fyrstu
fiskarnir voru komnir um borð.
Þá var Byr VE syðst í landhelg-
inni, á svipuðum slóðum og
japönsku túnfiskveiðiskipin
hafa verið nú í haust. Þau voru
hins vegar öll farin af svæðinu
en Sveinn Rúnar hafði ekki
skýringu á því.
„Við erum búnir að leggja línuna
þrisvar sinnum og höfum fengið þrjá
„Aðrar útgerðir munu vœntanlega
bíða og sjá hvernig okkur reiðir
afvið túnfiskveiðarnar."
10 MÆ.