Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1998, Page 40

Ægir - 01.11.1998, Page 40
,A TnEVTÍNGURr Nýtt fyrirtæki á sviði kæli- og stillitækni Nýlega tók til starfa nýtt þjón- ustufyrirtæki á sviði kæli-, stýri- og stillitækni fyrir sjávarútveg, iðnað og verslun. Fyrirtækið, sem hlotið hefur nafnið Iðnval ehf., verður með tvær starfsstöðvar, þ.e. á Akureyri og í Hafnarfirði. Stofnendur og eigendur eru þeir Elías Þorsteinsson, vélfræð- ingur og Sigurgeir Þorleifsson, raf- magnstæknifræðingur. Markmið Iðn- vals er að verða leiðandi hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði kæli og frystitækni. Kröfur og reglugerðir er varða framleiðslu, geymslu og flutning á matvælum fara sífellt vaxandi, ekki síst vegna aukins samstarfs Islands við önnur ríki innan evrópsku efna- hagslögsögunnar. Verulegar kröfur eru gerðar til fyrirtækja um skrán- ingu og gildir einu hvort um fram- leiðsluferli, geymslu eða flutning matvæla er að ræða. Fjölmörg fyrir- tæki sem starfa við framleiðslu mat- væla hafa í framhaldi af þessu geng- ið enn lengra og lagt út í verulegan kostnað við að fá staðlað fram- leiðsluvottorð frá viðurkenndum skoðunarstofum. Þegar svo er, er mikilvægt að umgjörð framleiðsl- unnar sé eins alla daga, hvort sem um er að ræða hitastig, rakastig eða aðra umhverfisþætti. Af þessum sökum hefur skapast aukin þörf fyrir sérfræðiráðgjöf á þessu sviði. Þótti skútusmíðin hrein firra Nokkru eftir að þeir Vogafeðgar hófu þilskipaútgerð sína, réðst Jón Sighvats- son útvegsbóndi í Höskuldarkoti í Ytri- Njarðvík í að smíða þilskip þar syðra. Hermir sagan, að hann hafi fengið til liðs við sig Gísla Pétursson skipasmið á Óseyri og hafi þeir unnið að smíðinni í þrjá vetur. Nágrönnum Jóns þótti mörgum skútusmíðin hin mesta firra, en Jóni var full alvara eins og best má sjá af því, að vorið 1815 sendi hann Jón son sinn til Kaupmannahafnar til að læra þar skipstjórnarfræði. Jón yngri, sem eftir þetta nefndi sig Norð- fjörð, dvaldist í Danmörku í tvö ár og kom heim með stýrimannspróf upp á vasann átta dögum áður en skútunni nýju var hleypt af stokkunum. Tók Jón þegar við skipstjórn á henni og hafði hana með höndum fyrstu árin, eða þar til hann hóf eig- in útgerð. Þá tók yngri bróðir hans, Pétur, við. Skútan, sem smíðuð var í Njarðvíkum á ár- unum 1814-1817, hlaut nafnið Njarðvíkin og reyndist hið mesta happafley. Jón Sighvats- son gerði hana út til dauðadags, árið 1841. Hann lét þó ekki þar við sitja og á ár- unum 1814-1820 átti hann hlut að út- gerð annars þilskips, sem Reykjavíkin nefndist, og gekk einnig til veiða frá Njarðvíkum. Það skip komst árið 1820 í eigu Jóns Norðfjörð, sem stýrði því næstu árin. Fiskur á grunnslóð á haustin Þetta ár, 1820, mun þilskipaútgerð á Suðurnesjum hafa orðið mest á fyrri hluta 19. aldar. Þá gengu til veiða úr Njarðvíkum og Vogum fimm þilskip, þ.e.a.s. áðurnefnd tvö þilskip Jóns Sig- hvatssonar, tvö skip Vogafeðga og fimmta skipið, sem nefndist Innri- Njarðvík, var í eigu Ara Jónssonar í Innri-Njarðvík. Þilskipin á Suðurnesjum gengu til veiða yfir sumarmánuðina, svo sem al- gengt varð um þilskip á Suður- og Vesturlandi alla skútuöldina. Ýmsum kann að þykja undarlegt að skipunum væri ekki haldið úti á haust- og vetrar- vertíð, þegar aflavon var mest á mið- um fyrir Suður- og Vesturlandi. Fyrir því voru þó ýmsar ástæður. í fyrsta lagi réðu fiskigöngur miklu, en fáum þótti fýsilegt að berjast á þil- skipum á grunnslóðinni um hávetur, þegar allra veðra var von og hvergi hægt að leita vars ef í nauðir rak. í öðru lagi höfðu hafnar- og lendingar- aðstæður hér mikið að segja. Fyrstu þilskipin voru að sönnu ekki stór skip, en þó of stór til að hægt væri að setja þau eftir hverja veiðiferð eins og ára- bátana; ótal dæmi sýndu, að þau voru ekki örugg á legu ef veður versnaði skyndilega. Þá var betra að hafa þau í öruggu vetrarlægi, eða uppi á kambi, og senda þau til veiða þangað sem helst var fiskivon að sumrinu. Ber þá enn að hafa í huga, að þilskipin voru tiltölulega dýr, þau voru ótryggð og skaðinn því mikill ef þau fórust eða eyðilögðust. Loks ber þess að gæta, að þótt áhafnir þilskipanna væru ekki fjöl- mennar í fyrstu, er óvíst að útvegs- bændur hafi haft mannafla til að halda þeim úti og hirða afla þeirra á haust- og vetrarvertíð. Haustið og vet- urinn voru frá fornu fari hábjargræðis- tími fólks á Suðurnesjum. Þá gekk fisk- ur á grunnslóðina og full þörf var fyrir sjómenn á árabátana, sem fór fjölg- andi á þessum tíma. Þilskipin voru hrein viðbót við fiskiskipaflota lands- manna, útgerð þeirra lengdi í raun „Þá er enn eitt ráðið til að gera sér sjávarútveginn arðsaman, og það er; að hafa þiljuskip../' 40 Mm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.