Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI 50 45 40 35 30 25 20 15 10 □ Albanía □ Ástralía □ Búlgaria □ England B Filippseyjar □ Færeyjar □ Nýja-Sjáland □ Pólland ■ Tékkland □ Erlendir starlsmenn samtals □ islendingar 4 1 5 2 2 2 1 15 6 38 45 Dæmiö hér að ofan er frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og þannig var samsetning starfmannahópsins nú í haust. Þetta dcemi segir mikið um hvemig fiskvinnslufyrirtœki verða að smia sér þegar ekki fcest starfsfðlk innanlands til að vinna í fiski. 140-150 fiskvinnslumenn sem fast- ráönir séu hjá ýmsum fyrirtækjum vítt og breitt um landið. Það sé áleitin spurning hvers vegna þannig hátti til þegar hingaö til lands komi erlendir fiskvinnslumenn í stórum stíl. Á sama tíma hafi störfum í fiskvinnslu í landi stórlega fækkað en sjófrysting aukist. „Með nokkru millibili gýs upp í fjöl- miðlum umræðan um fólksflóttann af landsbyggðinni hingað á suðvestur- hornið og menn komast að þeirri nið- urstöðu að mestur sé flóttinn úr sjáv- arplássunum víðsvegar um landið. Það þarf engan að undra. í öllu þessu hjali um góðæri hafa þeir sem minna mega sín orðið útundan og ef við sleppum öryrkjum og ellilífeyrisþegum vil ég fullyrða að engin starfsstétt á íslandi hefur verið eins hart leikin og fisk- vinnslufólk," sagði Jón Kjartansson. „Þrátt fyrir fögur fyrirheit um atvinnu- öryggi er fólksflótti úr greininni. Hvers vegna? Léleg laun, þar sem launakerfið er þannig upp byggt að fólkið, með því að þræla sér út á fáeinum árum, hefur haft þolanleg laun en hvað gerist svo þegar vinnuþrekið er búið? Atvinnuör- yggi er líka lítið þar sem handhafar kvótans geta lagt heilt byggðarlag í rúst, ef þeim býður svo við að horfa. Hverjir eru menntunarmöguleikar REVTINGUR Frestun á GMDSS skyldunni Eins og fram hefur komið áttu öll skip að uppfylla kröfur um svokall- aðan GMDSS búnað frá 1. febrúar næstkomandi. Um er að ræða hnatt- rænt neyðar- og öryggiskerfi og var fyrirséð að framleiðendur yrðu í miklum vandræðum að mæta mikilli eftirspurn nú í lok ársins og upphafi þess næsta. Samgönguráðherra gaf því út reglugerð á dögunum um frestun gildistöku laganna um bún- aðinn um eitt ár. Hrífast ekki af kvótakerfinu Samtök fiskvinnslustöðva án útgerð- ar blésu til fundar á dögunum og var formaður samtakanna hvass í orð- um við setningu fundarins. Óskar Þór Karlsson sagði óhjákvæmilegt að félagar í samtökunum láti til sín heyra í umræðum um sjávarútvegs- mál í aðdraganda alþingiskosninga. Misréttið sagði hann felast í því að kvótaeigendur gætu stundað yfirboð á mörkuðum og þannig sprengt upp verðið fyrir öðrum, jafnvel með peningum sem græðst hefðu með leigu veiðiheimilda. Óskar Þór taldi einsýnt að kvótakerfið muni rýra lífskjör þjóðarinnar þegar tii lengri tíma væri litið. Samkeppnin yrði að vera heiðarleg og eðlileg en ekki „gervimarkaðskerfi á skrautklæð- um“, eins og hann komst að orði. NGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.