Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Síða 41

Ægir - 01.11.1998, Síða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI fiskveiðitímabilið og bar að því leyti vitni vaxandi dug og áræði útvegs- manna. Fáar heimildir hafa varðveist um út- gerð Suðurnesjaskipanna á fyrri hluta 19. aldar. Skipverjar munu yfirleitt hafa verið 4-6 á hverju skipi og frá tíu árum á árabilinu 1814-1826 hafa varð- veist skýrslur um útgerð Willingen (eldri). Úthald skipsins hófst yfirleitt í maí, tvö ár í byrjun júní, og stóð fram í fyrri hluta ágústmánaðar. Skipið fór í 6-8 veiðiferðir á ári og urðu veiðidagar flestir árið 1825, 65, en fæstir 1816, 46. Úthaldsdagar voru hins vegar mun fleiri, eða frá 68 árið 1817, upp í 89 árið 1814. Aflinn þau tíu ár, sem skýrslur taka til, var samtals 49.329 þorskar, eða 4.933 á ári. Það þýðir að hver skipverji hafi dregið úr sjó 987 þorska á ári, ef miðað er við fimm manna áhöfn. Virðist það hafa verið bærilegur afli, en erfitt er þó um hald- bæran samanburð við önnur skip, þar sem hliðstæð gögn um úthald þeirra eru ekki tiltæk. Á meðan fram fór á Suðurnesjum þeim atburðum, sem hér hefur verið lýst, virðast engin þilskip hafa verið gerð út á Innnesjum. Eftir að kom fram yfir 1850 tók þó að bera á nokkrum tilraunum til þilskipaútgerð- ar í Reykjavík og Hafnarfirði, auk þess sem nýir menn komu til sögunnar suður með sjó. Blöð í Reykjavík hvöttu útvegsmenn oft til að efla þilskipaút- gerðina og vísuðu þá gjarnan til árang- urs Vestfirðinga og Eyfirðinga í þess- um efnum. Þannig var t.d. um greina- flokk, sem hófst í blaðinu íslendingi sumarið 1860 og nefndist „Hugvekja". Þar var m.a. fjallað um þilskipaútgerð og hvert gagn mætti af henni hafa og sagði þar m.a.: „Þá er enn eitt ráðið til að gera sér sjávarútveginn arðsaman, og það er, að hafa þiljuskip, og mundu þau hæfi- lega stór, að rúmuðu 8-10 lestir. Við það yrði fiskaflinn miklu jafnari, er sjósóknirnar mættu verða miklu meiri og hættuminni. Á þiljuskipunum geta menn legið úti marga daga samfleytt, einkum hér í flóanum, og þyrftu alls ekki að halda að landi eins og nú í hvert skipti og veður ygldist að nokkru. Auk þess er það, að þegar fisk- ur leggst hér frá landi á sumrum, gætu menn á þiljuskipunum leitað hans vestur eða austur með landinu, og væru alls eigi bundnir við Faxaflóa." Erfitt er að meta hvern árangur hvatning af þessu tagi hefur borið, en víst er að fram til 1865 fjölgaði skip- unum hægt. Árið 1865 urðu hins veg- ar tímamót í sögu útgerðar við Faxa- flóa og til sögu kom sá maður, sem stórtækastur varð í þilskipaútgerð á þessu svæði næstu áratugina. Frá því segir í næstu grein. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Til STuðnings við sjávamTveginn Pegar framleiðsla matvæla er annarsvegar er að mörgu að huga. • hvað þarf ég að gera til að framfylgja lögum og reglum • hverjar eru hætturnar • hvernig er best staðið að framleiðsluferlinu • hvað með geymsluþol, hreinlæti og fleira Rf býður upp á mikla reynslu og þekkingu og er vel I stakk búin til að þjóna íslenskum matvælaiðnaði. Hafðu samband Reykjavík 562 0240 562 0740 ísafjörður 456 3768 456 4789 Akureyri 462 5725 462 5216 Neskaupstaður 477 1250 477 1923 Vestmannaeyjar 481 1471 481 3114 http://www.rfisk.is info@rfisk.is isa@rfisk.is akur@rfisk.is nes@rfisk.is vest@rfisk.is ÆGIR 41

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.