Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 26

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 26
meint brot innan fiskveiðilögsögunn- ar. Eins og mörg þeirra skipa, sem freista þess að fara í kringum fiskveiði- löggjöfina er Rex fjölþjóðlegt skip: í eigu íslendinga, skráður á Kýpur, en með færeyska áhöfn. Skotland: Skoskir fiskimenn ráðast á rússneskan togara og eyðileggja þorsk fyrir tæplega hálfa millj. dollara. Svalbarði: Sumarið 1994 klippa norsk varðskip trollið aftan úr þremur íslenskum togurum á hafsvæði sem Noregur gerir tilkall til. íslenskt fiski- skip (Hágangur II) og norskur varðbát- ur skiptast á skotum. Evrópa: Nýjar samþykktir ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins um að draga stórlega úr ríkisstyrkjum og niðurgreiðslum til skipasmíða eru virt- ar að vettugi. Vigo: Spánverjar taka að sér smíði 50 skipa fyrir Kamerún, nýir samning- ar takast um sameignarútgerðir við ýmis erlend ríki og gróska hleypur í skipasmíðarnar. Suður-Atlantshaf: Varðbátur frá Falklandseyjum eltir tævanskan smokkveiðabát þvert yfir Atlantshafið nærri 4500 mílur út fyrir lögsögu eyj- anna, framhjá Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku. í hálfan mánuð skipa yf- irmenn falklandseyjabátsins þeim tævanska að stansa, en skjóta hins vegar ekki. Tævanski báturinn sleppur með skrekkinn. Biskæjaflói: Spænsk fiskiskip loka nokkrum höfnum í endurteknum átökum milli spænskra, franskra, og breskra fiskimanna á túnfiskveiðum. Ásakanir ganga á víxl um ólögleg veið- arfæri. Franskur sjómaður er skotinn til bana. Norðvestur-Kyrrahaf: Laxveiðimið- unum undan strönd Oregon og Was- hington er lokað vegna ofveiði, meng- unar og eyðileggingar á hrygningar- slóðum með vatnsvirkjunum. Nýja England: Aldahvörf í veiðum á þessum slóðum. Enn frekari takmarkanir þorsk- og ýsuveiða. Stórum svæðum algerlega lokað. Reiðir fiskimenn velta bílum og fleygja fiski af vörubíl á götur í mót- mælaskyni við takmarkanirnar. Alaska: Veiðin á einu mesta lostæti heimshafanna, rauða kóngakrabban- um, er stöðvuð fyrirvaralaust eftir að rannsóknir hafa leitt í ljós gífurlega lækkað hlutfall kvenkrabbans í aflan- um. Meira hugað að útliti skipa en áður var Gulur, rauður, grœnn og blár! Eða bara svartur? Já, spurn- itigin er hvaða lit eigi að velja á skip og hvort slíkt sé ekki fullkomið aukaatriði. Efhorft er yfir íslensk- ar hafnir ttieð þetta atriði í huga þá verður ekki annað sagt en eig- endur skipatina hafi tnargir hverjir ágœtan stnekk. Hallgrímur Ingólfsson er hönn- uður hjá Stíl hf. á Akureyri og hann hefur komið að mörgum verkefnum sem varða útlit skipa. Til að mynda hannaði hann litasamsetningu á skipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og hefur unnið sams konar verk- efni fyrir Samherja hf., Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. og fleiri. Hallgrímur segir að útgerðar- menn leggi margir hverjir mikið upp úr litasamsetningu og málun. Málningu sprautað á skipsskrokk. „Gjarnan eru á skipum tveir litir, þ.e. aðallitur á neðri hluta skrokks- ins og síðan ljósari litur á yfirbygg- ingu. Sá er oftast kremlitaður til þess að ryðtaumar sjáist síður. Síðan er hægt að nota línur eftir endilöng- um skrokknum til að draga fram ákveðið lag og það þarf ekki endi- lega að vera sama lína og er í skip- inu sjálfu. Á þennan hátt er hægt að ráða miklu um útlitið með máln- ingunni einni saman," segir Hall- grímur. Það nýjasta í skipamálningu er að mála áberandi stór vörumerki á síð- ur skipanna. Til að mynda eru not- uð á síðum frystitogaranna sömu vörumerki og framleitt er undir um borð. „Þetta er einfaldlega ódýr og góð auglýsing sem sjálfsagt er að nýta. Markmiðið er að byggja upp sterka ímynd af íslenskum sjávarút- vegi og merkingar á skipunum, og gott útlit þeirra yfirleitt, er hluti af þeirri vinnu. Síðan er hægt að nota myndir af skipum við veiðar á um- búðir og með því að merkja skipin eru þessar glæsifleytur tengdar við afurðirnar." 26 Mm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.