Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1999, Side 8

Ægir - 01.11.1999, Side 8
Frá grænlenskum útgerðar- mönnum til Raufarhafnar Margrét Vilhelmsdóttir hefnr ver- ið ráðin til sameinaðs félags Útgerðarfélags Akureyringa hf. og fökuls hf. á Raufarhöfn og mun hún hafa með höndum yfirstjórn rekstrar hins sameinaða fyrirtœkis á Raufar- höfn. Margrét Vilhelmsdóttir er 33ja ára að aldri. Hún varð stúdent frá Flens- borgarskóla árið 1985 og lauk námi í sjávarútvegsfræði frá Sjávarútvegshá- skólanum í Tromso vorið 1995. Með- fram námi starfaði Margrét m.a. hjá Hafrannsóknastofnun og sem kokkur til sjós. Ennfremur starfaði hún hjá Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar. Að námi loknu starfaði Margrét um skeið sem markaðsráðgjafi í Dan- mörku en hóf síðan störf sem fulltrúi í grænlenska sjávarútvegsráðuneytinu. Þar starfaði Margrét í tæp tvö ár en snemma árs 1998 var hún ráðin að- stoðarframkvæmdastjóri Sambands grænlenskra útgerðarmanna, APK. Því starfi gegnir hún nú en mun hefja störf hjá hinu sameinaða fyrirtæki ÚA og Jökuls hf. í desember nk. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stjórnir Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. og Jökuls hf. lagt til við hlut- hafa að Jökull hf. sameinist ÚA frá og með 1. september sk Boðað verður til hlutahafafundar hjá báðum félögum um mánaðamótin nóvember/desem- ber nk. þar sem tillaga um sameiningu verður tekin fyrir. 8 mm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.