Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1999, Page 17

Ægir - 01.11.1999, Page 17
Alþjódavœðing og samstarfyfir landamæri Umhverfís- og neytendamálin meira í brennidepli en áður - segir Guörún Eyjólfsdóttir, deildarsérfrœðingur í sjávarútvegsráðuneytinu Guðrún Eyjólfsdóttir, deildarsér- frœðingur í sjávarútvegsráðu- neytinu, hefur talsvert komið að fisk- veiðisamstarfi á norrœna sviðinu. Hiín segir að á tímabili hafi verið liugað að því iiiiian þess að koma sér samaii iiin að þróa norrœiit uinliverf- ismerki á fiskafurðir en það sé ekki kostur sem sé verið að skoða lengur. Guðrún segir samstarfið mjöggagn- legt en hafa verði í huga að sjávarút- vegssviðið sé mjög ólíkt í löndunum og þar afleiðandi séuhagsmunintir og þarfirnar ólíkar. „Að mínu mati er það mikilvæga í samstarfi á borð við þetta að fólk kynnist hvert öðru, það getur komið að miklu gagni þegar hagsmunamál sjávarútvegs er rædd í öðrum fjölþjóð- legum stofnunum. Þá er hægt að nýta Leitast þarf við að hafa svör tilbúin fyrir neytendur sem spyrja út í umhverfismál sjávarútvegsins. samstarfið til verkefna á borð við það að fylgjast með umræðu um umhverf- ismerki á sjávarafurðir. Á henni er áhugi í öllum norrænu ríkjunum. Oft er líka hægt að njóta góðs af verkefnum og hugmyndum sem kvikna hjá nágrannaþjóðunum segir Guðrún. í norræna samstarfinu var rætt um að ráðast í sameiginlega upp- lýsingaherferð um fiskveiðar og sjávar- útveg en aðeins hluti þeirra hug- mynda sem þar komu fram, verður hrint í framkvæmd. Þannig var því beint til Alþjóða hafrannsóknarráðsins að meta sjálfbærni veiða úr stofnum í Norður Atlantshafi. „Fyrsta skýrslan um þetta efni er væntanleg á næsta ári og við íslend- ingar höfum stutt þetta einarðlega, enda teljum við okkur hafa í flestum tilfelium góða sögu að segja," segir Guðrún. Niðurstaðan varð ekki að koma á fót sameiginlegu umhverfismerki en nú er unnið að því að móta norræna tillögu um viðmiðanir þegar meta á sjálfbærni fiskveiða. Um þetta hafa fulltrúar íslands og Noregs í norræna samstarfinu ekki síst haft frumkvæði og hafa m.a. kynnt það sem þegar er gert, innan FAO og fyrir fulltrúum Evrópusambandinu sem fara með fisk- veiðimál. Aðspurð segist Guðrún hafa tilfinn- ingu fyrir að áhugi hér á landi sé vax- andi á samstarfi með öðrum þjóðum í umhverfismálum sjávarútvegs. „Ég held að eftir Ríó-ráðstefnuna hafi orðið nokkur breyting hvað þettavarðar. Þar var kannski ekkert Guðrún Eyjólfsdóttir, deildarsérfrxðingur. nýtt fundið upp en umhverfismálin voru sett í nýjan farveg og komust í brennidepil víða um heim, í sjávarút- vegi sem öðru. En því til viðbótar er það líka svo að við erum orðin það efnuð á Vesturlöndum að við höfum efni á að hugsa um þessa hluti og velja vörur út frá öðm en verði og gæðum eins og til dæmis hvernig við viljum að þeir sem framleiða umgangist nátt- úruna. Ég held semsagt að aukin vel- megun hafi áhrif á umræðuna og að hún muni fara vaxandi. Þess vegna vill íslenskur sjávarútvegur og nor- ræna samstarfið á því sviði, leitast við að koma tilbúin til leiks og hafa svör við þeim spurningum sem vakna hjá neytendum, eða þeim sem ákveða hvað megi bjóða neytendum," segir Guðrún Eyjólfsdóttir. fflR 17

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.