Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1999, Qupperneq 28

Ægir - 01.11.1999, Qupperneq 28
3X-Stál á Isafirði vex og dafnar: Okkar lífæð að stunda öfluga vöruþróun og nýsköpun -segir Jóhann Jónasson, framkvœmdastjóri og einn þriggja eigenda Fimw fulltrúrar frá 3X Stáli voru í bás fyrirtœkisins á íslensku sjávarútvegssýningunni og höfðu í nógu að snúast að svara fyrírsptinnun sýningargesta. Annar frá vinstri er Jóhann Jónasson, framkvœmdastjórí fyrirtœkisins. T Tið höldiun okkur alveg á jörðinni v hvað varðar alla framtíðar- draunia og erum ekki truflaðir af Imgmyndiim um að fara á liluta- bréfaniarkað eða neitt slíkt. Okkar niarkniið Itefur alltafverið að reka fyrirtœkið vel og byggja pað mark- visst upp. Það hefur okkur tekist á fimm ára starfstíma. Sérgrein okkar er framleiðsla á búnaði fyrir rœkju- iðnaðinn og í svo hörðum slag sem sá iðnaður er þá er lífþráðurinn fólginn í nýsköpun og vöruþróun. Á þeim þáttum byggjum við fyrst og fremst," segir Jóhann Jónasson, framkvœmda- stjóri framleiðslufyrirtœkisins 3X- Stál á ísafirði. Á skömmum tíma lief- ur 3X-Stál verið byggt upp t 20 starfs- nianna fyrirtœki oggetið sérgott orð í framleiðslu búnaðar fyrir fisk- vinnslufyrirtœki, fyrst og fremst í rœkjuiðnaði. Veltan í ár verður yfir 200 milljónir króna og helmingur hennar skapast afverkefnum erlend- is. Þessi karaþvottavél er ein af nýjngum frá 3x Stáli. 28 mm „Stærsta verkefnið okkar erlendis á þessu ári er tvímælalaust hönnun, smíði og uppsetning búnaðar fyrir nýja rækjuverksmiðju á Nýfundna- landi sem ég tel að sé ein sú fullkomn- asta í heimi. í því verkefni sýndum við hversu mikilli þekkingu við búum yfir hjá 3X-Stáli á háþróuðum rækjuverk- smiðjum," segirjóhann. Verksmiðjan á Nýfundnalandi hef- ur verið keyrð frá því í maí og segir Jó- hann allt hafa gengið að óskum. Hann segir ljóst að í framhaldinu muni 3X- Stál halda áfram sókn sinni á markaði í þeirn löndum sem rækjuiðnaðurinn er hvað sterkastur, þ.e. í Kanada, Nor- egi og Bandaríkjunum. „Við erum með verkefni í undir- búningi þessa dagana sem of snemmt er að skýra frá en þær vangaveltur gefa okkur tilefni til bjartsýni," segir Jó- hann. Uppspretta hugmynda í iðnaðinum sjálfum Jóhann segir það greinilegt að miklar sveiflur séu óhjákvæmilegar hér á landi í rækjuiðnaðinum og sjávarút- veginum yfirleitt. Til að jafna sveifl- urnar segir hann nauðsynlegt að sækja á aðra markaði. Samt sem áður verði iðnaðurinn hér á landi alltaf bakbein- ið í starfseminni - og um leið lykill að útrásinni. Jóhann Ó. Halldórsson

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.