Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Síða 37

Ægir - 01.11.1999, Síða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Með sameiginlegu yfir- lýsingunni og áliti Evr- ópudómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gœtu komið í veg fyrir „kvótahopp". línumar um nýtingu fiskimiðanna. i sameiginlegu yfirlýsingunni hafi sér- staða Noregs sem eina strandríki ESB á þessu svæði verið áréttuð. Fjárfestingar í sjávarútvegi Einungis norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi og vildu Norðmenn halda þessu fyrir- komulagi eftir inngöngu í ESB. Þetta stangast á við grundvallarreglu ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og var hafnað á þeirri for- sendu. í samningnum var gert ráð fyr- ir að Norðmenn fengju þriggja ára að- lögunartíma í þessum efnum og í sam- eiginlegri yfirlýsingu var áréttuð nauð- syn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fiskveiðum. Evr- ópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist lög ESB að setja það skilyrði fyrir skráningu skips að útgerð þess hafi aðalstöðvar í við- komandi landi, geri þaðan út og að skip hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við heimaland sitt. Með sameig- inlegu yfirlýsingunni og áliti Evrópu- dómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gætu komið í veg fyrir „kvóta- hopp". Ahrif og afleiðingar samningsins Samningur Norðmanna felur í sér að þeir gahgast undir sjávarútvegsstefnu ESB að loknum aðlögunartíma sem er frá einu og upp í þrjú ár. Að þeim tíma loknum verða þær reglur sem Norð- menn hafa viðhaft við fiskveiðistjórn- un hluti af heildarfiskveiðistefnu ESB. Stjórnun fiskveiða í lögsögu Noregs AGIR 37 „Það var mat norskra stjórnvalda að öll lielstn markmið peirra varðandi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og vœm staðfest í aðildarsamningi þeirra. í honum hafi núver- andi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunum tryggð." myndi því formlega falla undir stofn- anir sambandsins en lúta sömu regl- um og til þessa. Með aðild kæmu Norðmenn beint að mótun sjávarút- vegsstefnunnar í framtíðinni. Sem mikil fiskveiðiþjóð með mikla reynslu á sviði sjávarútvegs gætu þeir því haft mikil áhrif á þróun hennar. Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamn- ingi þeirra. í honum hafi núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunum tryggð. Aðildar- samningur er ígildi Rómarsamningsins og honum verður ekki breytt nema með samþykki norskra stjórnvalda. Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan ESB væri borgið til frambúðar. Emma Bonino kom inn á aðildar-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.