Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 7
5
skólans, einkum fyrir þá sök, að óvenjulega margir háskóla-
kennarar hafa nú lausn frá kennsluskyldu um stundarsakir
og nýir menn annast kennsluna í þeirra stað. 1 guðfræðis-
deild hafa þeir dr. Magnús Jónsson prófessor og Sigurbjörn
Einarsson dósent lausn frá kennsluskyldu, en séra Magnús Már
Lárusson og séra Jóhann Hannesson kenna í þeirra stað. 1
læknadeild hefur prófessorsembættið í lyflæknisfræði verið
veitt Jóhanni Sæmundssyni tryggingaryfirlækni, en hann tekur
eigi við embætti þessu fyrr en núverandi prófessor í því, Jón
Hj. Sigurðsson, lætur af því haustið 1948. Um embættisveit-
ingu þessa hafa orðið nokkrar umræður á opinberum vettvangi
fyrir þá sök, að eigi var farið að tillögum deildarinnar við veit-
inguna. Ég skal eigi ræða það mál hér, enda hefur háskóla-
ráð þegar áður lýst afstöðu sinni til þess. 1 laga- og hagfræðis-
deild hefur Gunnar Thoroddsen prófessor lausn frá kennslu-
skyldu, en Ólafur Jóhannesson hrl. hefur verið settur í embætti
hans. Ólafur Björnsson, sem settur hefur verið dósent í deild-
inni undanfarin ár, hefur fengið veitingu fyrir embætti sínu,
og loks hefur deildinni bætzt nýr starfsmaður, Hans Andersen
cand. juris, sem ráðinn hefir verið kennari í þjóðarétti. 1 heim-
spekisdeild hefur Björn Guðfinsson dósent lausn frá kennslu,
og kenna þeir í hans stað Björn K. Þórólfsson dr. phil. og
Ólafur M. Ólafsson cand. mag. Þá er og kominn til deildar-
innar nýr sænskur sendikennari, Holger öberg licentiat. Nýr
kennaxá í ensku hefur verið ráðinn, Jóhann Hannesson mag.
art. 1 verkfræðisdeild kenna þrír nýir stimdakennarar, þeir Ei-
ríkur Einarsson húsameistari, Guðmundur Arnlaugsson cand.
mag. og Þorbjörn Sigurgeirsson mag. sc. Ég býð þessa nýju
starfsmenn velkomna og óska þeim góðs gengis í starfi þeirra
hér.
Kennsla hefur farið fram og próf verið haldin með venju-
legum hætti. Til nýjunga má telja það, að laga- og hagfræðis-
deild hefur tekið að sér að veita þeim, er búa sig undir að taka
próf í endurskoðun, kennslu í hinum bóklegu greinxxm náms
þeirra, og fer sú kennsla fram hér í háskólanum.
Tveir kandídatar luku fullnaðarprófi í guðfræði á árinu,