Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Qupperneq 10
8
í vændum var, var ráðizt í það að koma upp kvikmyndahúsi,
og skyldu tekjurnar af því renna til Sáttmálasjóðs. Þetta tókst
með góðviljaðri aðstoð bæjarstjórnar Reykjavíkur, og með því
hefur tekizt að bjarga Sáttmálasjóðnum að nokkru leyti. Fyrir
ágóðann af kvikmyndahúsinu þau ár, sem það hefur verið
starfrækt, var höfuðstóll Sáttmálasjóð í lok síðasta árs orðinn
2 600.000 kr. í stað 1400.000 kr., sem hann myndi hafa verið.
ef kvikmyndahússins hefði eigi notið við. Með þessu hefur
mikið áunnizt, en þó hefur þessi ágóði eigi getað jafnað upp
verðfall sjóðseignarinnar. 2 600.000 kr. eru nú minni f járhæð
en 1 milj. var árið 1920.
Þegar sýnt var, að Sáttmálasjóði myndu aukast tekjur með
rekstri kvikmyndahússins, ákvað háskólaráð að ráðast í það
stórvirki að láta gera nákvæma vísindalega orðabók yfir ís-
lenzka tungu og láta sjóðinn leggja fram fé til þess verks.
Slík orðabók er engin til og hefir aldrei verið, og er það ekki
vansalaust fyrir oss. Fyrir vísindin er það mikil vöntun, svo
svo merkan sess skipar íslenzkan meðal tungumála þjóðanna.
Söfnun efnis í orðabókina og samning hennar síðan er geysi-
mikið verk og langvinnt. Þar þarf vinnu margra manna í mörg
ár. En einhverntíma verður að byrja á því, og því fyrr sem
það er gert og því meira sem að því er unnið, því fyrr verður
því lokið. Ég vil geta þess með þökkum, að Alþingi hefur
sýnt þann skilning á þessu máli að leggja nokkurt fé til verks-
ins. Við skulum vona, að þessir tveir aðilar, Alþingi og há-
skólinn, eigi eftir að gefa íslenzku þjóðinni þessa gjöf í sam-
einingu, sem fullkomnasta orðabók yfir móðurmál hennar,
gjöf, sem verði dýrmætur fjársjóður fyrir íslenzkar menntir
og menningu langt í aldir fram.
Að orðabókinni hefur verið unnið nokkuð síðan 1944, og á
síðastliðnu háskólaári var endanlegu skipulagi komið á þá
vinnu. Háskólaráð skipaði nefnd til að hafa yfirumsjón með
verkinu, og eiga sæti í henni þeir prófessorarnir dr. Alexander
Jóhannesson, dr. Einar Ól. Sveinsson og dr. Þorkell Jóhannes-
son. Forstaða verksins hefur verið falin Jakobi Benediktssyni
cand. mag., sem áirum saman hefur unnið að orðabókargerð
J