Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 13
11
fáu skipum, er þá gengu landa á milli, hafði verið lofað, er
þeir tóku að fala það. Vér urðum því að aflýsa námskeiðinu,
og var það illa farið, en vér munum reyna að efna til þess að
nýju á sumri komanda og vonum, að þá muni takast betur til.
Háskólinn hefur litið svo á, að það væri mjög mikilsvert
að fá heimsóknir merkra ei'lendra vísindamanna, mikilsvert
fyrir oss að kynnast þeim, sjónarmiðum þeirra og starfi, og
mikilsvert fyrir þjóð vora, að þeir kynntust landi og lýð og
þá ekki sízt menntun þjóðarinnar. Á styrjaldarárunum varð
hlé á þessum heimsóknum, en vér höfum nú þá ánægju að
sjá hér í vorum hóp ágætan erlendan vísindamann, sem hingað
er kominn í boði háskólans, próf. Alfred Jolivet frá hinu mikla
og nafntogaða menntasetri, Sorbonneháskólanum í Paris. Próf.
Jolivet hefur sýnt háskólanum þá sæmd að halda hér fyrir-
lestra. Eirrn þeirra flutti hann á íslenzku, fullkomlega lýtalausri,
og hefur enginn þeirra góðu erlendu gesta, sem flutt hafa erindi
hér við háskólann, flutt þau á íslenzku, að undanskildum einum
góðum vini vorum, sem nú er látinn, próf. van Hamel fi’á
Utrecht. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka próf. Jolivet
fyrir komuna og fyrir áhuga hans á fræðum vorum og óska
honum, háskóla hans og þjóð allra heilla í framtíðinni. Nýlega
var hér á ferð annar góður gestur, sem einnig hélt fyrirlestur
í boði háskólans. Það var próf. James Hamilton Delargy frá
Dublin, merkur þjóðsagnafræðingur og mikill forvígismaður
þjóðlegra fræða í landi sínu. Vonum vér, að koma hans hingað
verði upphaf þess, að nánara menningarsamband verði milli
Ira og íslendinga en verið hefur, þessara frændþjóða, sem
öldum saman hafa lítil kynni haft hvor af annari, en báðar
vissulega geta lært margt af hinni.
Auk þessara manna buðum vér þrernur öði’um mönnum heim,
en enginn þeirra gat þegið boðið að þessu sinni. Vér töldum
oss skylt að bjóða hingað fyrstum manna próf. Magnus Olsen
frá Osló, þeim manni, sem hæst ber núlifandi manna í norrænum
fræðum og sermilega hefur meiri þekkingu á íslenzkum fræð-
um en nokkur annar erlendur maður. Því miður gat harm ekki
komið. Hinum tveimur buðum vér heim í samlögum við nokkrar