Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 15
13
heim, eins og aðrar þjóðir. Vér erum nú að vakna úr vímunni,
sem á oss rann af sýndargróða stríðsáranna. En hvað sem fram-
tíðin kann að bera í skauti sér, þá skulum vér þó vona, að þjóðin
glati ekki djörfung sinni, og einkum þó, að hún haldi dyggan
vörð um helga dóma menningar sinnar, tungu sína, minningar
og bókmenntir. Háskólinn óskar þess og mun reyna að stuðla
að sínu leyti til þess, að sú varðstaða verði dyggilega rækt.
Ungu stúdentar.
Þegar ég nú á að taka á móti yður hingað í háskólann, þá
rifjast upp í huga mér þeir tímar, er ég var sjálfur á yðar aldri
og í yðar sporum. Vér, sem vorum img á árunum fyrir heims-
styrjöldina fyiri, vorum bjartsýn. Vér trúðum því, að mann-
kynið væri endanlega komið á beina braut sívaxandi þroska
og að það myndi aldrei framar geta út af henni villzt. Vér
trúðum því, að framundan væri rakinn vegur sívaxandi menn-
ingar og mannúðar, friðar og frelsis. Síðan höfum vér lifað
tvær heimsstyrjaldir og séð eftirköst þeirra. Vér sáum hinar
verstu ástríður mannanna hrífa þá á vald sitt og draga mann-
kynið út af braut framfaranna inn á refilstigu siðleysis og
villimennsku. Kynslóð vor var vonsvikin, og ég efa ekki, að
mörg okkar hafi fyllzt bölsýni og myndum taka undir með
Víga-Glúmi og segja:
Ult es á jörð of orðit.
Þið eruð ung, og það er eðli æskunnar að vera bjartsýn.
Ég efast þó um, að þér séuð bjartsýn með sama hætti og vér
vorum. Þessi æskuár yðar eru viðsjárverðir tímar. Þegar
milljónir manna um allan heim bera hið þunga ok þjáninga
þeirra, er heimsstyrjöldin og eftirköst hennar hafa skapað
þeim, og þegar milljónir manna lifa í ugg og ótta um, að ný
styrjöld muni skella yfir, margfalt geigvænlegri en hinar fyrri,
styrjöld, sem jafnvel kynni að enda með tortímingu mann-
kynsins, þá er örðugt að vera bjartsýnn. Þá er viðbúið, að
mennirnir annaðhvort fyllist bölsýni eða taki þann kost að
hrinda frá sér allri hugsun um rök tilverunnar og hugsi um