Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 59
57
hægri. Rakst hann því á hinn ljóslausa bíl. Afleiðingarnar urðu þær,
að ljóslausi bíllinn — R. 12000 — skemmdist mjög, og voru þær
skemmdir síðar metnar á kr. 6000.00. Bíllinn, sem þeir félagar
voru í, R. 9000, skemmdist einnig mikið, og voru þær skemmdir
síðar metnar á kr. 11.200.00. Auk þess meiddust þeir félagar Ólafur
og Haraldur. Var ekki véfengt, að ef greiða ætti fullar bætur til
þeirra, þyrftu þær að nema kr. 11.000.00 til Haralds og kr 15.000.00
til Ólafs. Hjalti slapp aftur á móti nær alveg ómeiddur, og varð
honum það fyrir, er hann komst út úr bílnum, að reyna að forða
sér undan lögreglunni, er kom í þessum svifum. Hljóp hann af stað
sem fætur toguðu út í myrkrið. Einn lögregluþjónanna hljóp á
eftir honum. Er ekki dró verulega saman, greip lögregluþjónninn
skammbyssu, er hann bar með leyfi yfirboðara sinna, og skaut
aðvörunarskoti upp í loftið, en er hann ætlaði að skjóta slíku
skoti aftur, hrasaði hann. Hljóp skotið þá úr byssunni og lenti
í hægra handlegg Hjalta. Var það allmikið sár, og tjón Hjalta eigi
minna en kr. 12.000.00
Um R. 12000 kom síðar fram, að hann hafði orðið benzínlaus
um kl. 10 um kvöldið, og eigandinn þá skilið hann eftir utarlega
á vegbrún, en vegurinn er þarna 6 m. breiður. Eigandinn komst
síðar hingað til bæjarins um kl. 11 og ætlaði þá að fá kunningja
sinn til þess að hjálpa sér til að ná í benzín og aka sér þangað, sem
R. 12000 var. En er ekki tókst að finna kunningjann, varð úr, að
bíllinn yrði látinn bíða til morguns.
í bótaupphæðum þeirra félaganna Haralds, Hjalta og Ólafs er
tekið tillit til miskabóta.
Af þessum atburðum hófust nú málaferli. Fyrst og fremst kærði
lögreglan og eigandi R. 9000 atferli þeirra félaga til refsingar.
Þá vildu eigendur R. 12000 og R. 9000 fá tjón sitt bætt. Loks vildu
þeir Haraldur, Hjalti og Ólafur hver um sig fá tjón sitt bætt.
Gegn hverjum geta bótakrefjendur beint kröfum sínum og hver
verður rökstudd niðurstaða um refsingar og skaðabætur.
Skriflega prófið fór fram dagan 16., 18., 20. og 23. sept.
Munnlega prófið fór fram 4. okt. 1947.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar voru þessi:
I. 1 kröfu og hlutarétti: Lýsið reglum þeim, sem settar eru
til varnar hagsmunum skuldara, er skipti verða á kröfu-
hafa.
8