Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Qupperneq 71
69
Hann greiðir kr. 410.00 í tryggingarsjóðsgjald, sjúkrasamlags-
gjald kr. 380.00, vexti af veðdeildarskuld kr. 1200.00, líftryggingar-
iðgjald kr. 1250.00, opinber gjöld af húseign kr. 1500.00, viðhald
húss kr. 2000.00, en skuldar aðrar 2000.00 fyrir viðhald. Hefur
leigutekjur af hálfri húseigninni til 1. desember kr. 4000.00, en
býr sjálfur í hinum helmingnum, greiðir kr. 500.00 í leigu til hins
nýja eiganda fyrir desember.
Við athugun á framtali hans frá fyrra ári kemur í ljós, að fast-
eignamat hússins Bragag. 200 var oftalið um kr. 1000.00. Þá hefir
skattstofan bætt við tekjur hans kr. 2000.00, sem er þóknun fyrir
störf í opinberri nefnd. Hann hefir sömu þóknun fyrir árið 1947,
en hefir ekkert af þessum launum hafið úr ríkissjóði í árslok 1947.
Af útsvarsskuld sinni frá fyrra ári hefur hann greitt kr. 3000.00,
en fengið eftirgefið kr. 1000.00. Hann skuldar nú kr. 2000.00 af
útsvari sínu lagt á tekjur 1946. Hann kaupir bifreið fyrir kr.
40 000.00 og sumarbústað fyrir kr. 70 000.00.
í sparisjóði á hann í árslok kr. 20 000.00 og hefir fengið kr.
400.00 í vexti 1947 af þeirri innstæðu. Metur húsgögn sín á kr.
4000.00 eins og 1946.
í bókum verzlunar hans er verzlunar- og verksmiðjuhús hans
tilfært á kostnaðarverði, að frádreginni fyrningu, kr. 42 000.00.
Fyming árið 1947 var reiknuð kr. 1000.00
Fasteignamat þessa húss er kr. 20 000.00
Hverjar eru skattskyldar tekjur Jóns Jónssonar árið 1947?
Hver er skattskyld eign hans?
Ef miðað er við, að hann noti kr. 25 000.00 til eigin eyðslu, auk
eigin húsaleigu, hve mikið hefur þá verið vantalið á eignaframtali
hans fyrir 1946?
2. Niðurstöður aðalbókarreikninga hlutafélagsins Heildverzlun
h.f. eru hinn 31. desember 1947 sem hér segir:
Sjóðreikningur kr. 45 000.00 kr. 40 000.00
Reikningslán — 92 000.00 — 104 000.00
Hlaupareikningur — 110 000.00 — 105 000.00
Viðskiptamannareikningur — 420 000.00 — 310 000.00
Vörukaup — 902 650.00 — 2 000.00
Vörusala — 20 000.00 — 1 283 000.00
Laun — 50 000.00
Kostnaður — 60 000.00
Skattar og útsvar — 40 000.00
Samþ. víxlar — 115 000.00 — 140 000.00
Varasjóður — 30 000.00