Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 90
88
megindrætti landsins. Hann var ferðamaður með lífi og sál
og mikilvirkur mælingamaður.
Síðustu störf Steinþórs stóðu í sambandi við Heklugosið.
Hann mældi útbreiðslu á verulegum hluta hinna nýju hrauna
og tók flugmyndir bæði af hrauninu og eldfjallinu, er síðan
skyldi mælt eftir, og síðast en ekki sízt vann hann að því að
gera kvikmynd af gosinu. Kvikmyndagerðina stundaði hann
af miklu kappi og lagði sig ósjaldan í hættu. 2. nóvember 1947
var hann að kvikmynda í hárri brekku, þar sem hraunið féll
fram af í stórum stykkjum. Hann varð fyrir einu bjarginu og
lézt samstundis.
Steinþór Sigurðsson kvæntist 1938 Auði Jónasdóttur Jóns-
sonar alþingismanns og eignuðust þau tvö börn.
Um rit Steinþórs fram til 1947 sjá Skrá um rit háskóla-
kennara, 1948. Eftir það birtist:
1. The Living World. Some Contributions to a Theory of
Life from Physical Point of View. Rvk. 1947.
2. (Ritað ásamt Sig. Þórarinssyni) Volcano—glaceological
Investigations in Iceland during the last Decade. The Polar
Record. 1947.
T. E.
X. SÖFN HÁSKÓLANS.
Háskólabókasafn.
Háskólabókasafni barst á þessu ári stórgjöf frá Lars Saxon,
ritstjóra i Stokkhólmi, 1063 bd. sænskra rita, sem safnið átti
eigi fyrír, og allmikið af tvítökum, sem varið verður eftir fyrir-
mælum hans. Slíkar gjafir mega verða undirstaða B.A.-náms-
ins, sem hafið er við háskólann í sænskum fræðum, og í bók-
menntum annarra grannþjóða þyrfti safnið hins sama við.
Nafn Saxons er mjög þekkt í sænskri bókaútgáfu.
önnur bókaöflun gekk tregar, einkum er fram eftir árinu
1948 leið, vegna gjaldeyrisleysis. Alls nam ritaukinn 2885 bd.
auk smáprents. Af gefendum ber sérstaklega að nefna enn
sr. Ragnar Benediktsson (64 bd. og margt af smáprenti) og