Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 115

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 115
113 Þá hefur rektor tjáð sig mjög fúsan að greiða fyrir á alla lund, að bókasölu yrði komið á fót á vegum stúdentaráðs, og myndi hún geta orðið til húsa í skrifstofuherbergi upplýsingaskrifstofunnar. Þar eð þetta mál bar svo síð á góma, eða þessi lausn þess, að allar framkvæmdir myndu falla á næsta stúdentaráð, þá þótti fráfarandi ráði einnig réttara að það gengi frekara frá málinu og skipaði því að sínum óskum frá byrjun. Útgáfustarfsemi. 1. Blaðaútgáfan. Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur hafa að undanförnu gefið tímaritið Garð út sameiginlega. Á útgáfu þeirri hefur orðið allverulegur halli, enda kaupendur mjög fáir, en tapið hefur að öllu leyti lent á stúdentaráði, þar eð Stúdentafélag Reykja- víkur hefur ekki verið fært um að standa við sinn hlut af skuldbind- ingunum vegna blaðsins og hefur ekki enn greitt stofnframlagið. Auk þess hefur blaðið alls ekki gefið þá raun, sem vonir stóðu til í fyrstu. Það hefur alla tíð verið bragðdauft og enginn stúdenta- bragur á því. Með tilliti til þessa taps og óánægju með blaðið, ákvað stúdenta- ráð, að nokkru í samræmi við tillögur, sem því höfðu borizt frá „Mími,“ félagi íslenzkunema, að breyta til um útgáfuna, en fela þó kjörinni ritnefnd að annast hana, að nokkru að eigin geðþótta, en láta reynsluna að öðru leyti skera úr, á hvern hátt heppilegast verði að koma blaðaútgáfunni fyrir í framtíðinni. Ritnefnd skipa: Ámi Gunnlaugsson stud. jur., Guðlaugur Þor- valdsson stud oecon. og Gunnar Finnbogason stud. mag. Samkvæmt því hafa verið gefin út 2 tölublöð af Stúdentablaðinu, og fyrirhugað er að 1. desemberblaðið skuli vera hátíðarútgáfa blaðsins en ekki sérstakt blað. Þá var og samþykkt á fundi stúdentaráðs, 2. júní s. 1., að hver stú- dent skyldi árlega greiða kr. 10.00 við móttöku stúdentaskírteinis eða áritun, og skuli gjald þetta renna til útgáfu blaðsins, en stú- dentinn um leið skoðaður kaupandi þess. 2. Þá var samið við Nemendasamband Menntaskólans í Reykja- vík, að minningarrit 100 ára afmælis skólans yrði sent fyrrverandi áskrifendum tímaritsins „Garðs,“ gegn því að stúdentaráð fengi mann til þess að annast útgáfuna að nokkru. Stúdentaráð valdi til þessa starfa Friðrik Sigurbjömsson stud. jur. Rit þetta er ekki komið út ennþá, en er væntanlegt nú á næstunni. Þá var áskrifendum tímaritsins „Garðs" einnig sent eintak af 1. des.-blaðinu endurgjaldslaust. 3. Handbókin. Þeir tveir menn, sem fyrrverandi stúdentaráð skip- 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.