Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 116
114
aði til þess að annast útgáfu handbókarinnar, þeir Einar L. Péturs-
son, stud jur., og Níels P. Sigursson, stud. jur., hafa unnið að undir-
búningi og útgáfu bókarinnar í vetur, og mun hún vera væntanleg
alveg nú á næstunni, þrátt fyrir ýmsar óviðráðanlegar tafir.
Skíðaskálinn.
Nefnd sú, sem skipuð var á síðasta starfsári, hefur starfað enn
að undirbúningi skíðaskálamálsins í samráði við íþróttakennara
skólans.
Ákveðinn var staður fyrir fyrirhugaðan skála skamt frá Skíða-
skála Reykjavíkur, en strandað hefur í bili á leyfi jarðeiganda.
Með bréfi, dags. 13. febrúar, tilkynnti stjóm „Vöku,“ að félagið
ætlaði að gefa kr. 3000.00 til kaupa á húsgögnum eða ljósavél í
væntanlegan skíðaskála.
Stúdentagarðarnir.
Síðasta stúdentaráð sendi í febrúar árið 1947 tillögu um breytta
skipulagsskrá fyrir Garðana til háskólaráðs.
Þegar núverandi ráð tók við störfum, hafði ekkert heyrzt frá
háskólaráði frekar um málið, og eitthvert fyrsta verk stúdentaráðs
var að skrifa háskólaráði og fara þess á leit, að það hraðaði af-
greiðslu málsins sem mest, og var þetta síðan margítrekað, enda
barst stúdentaráði skipulagsskráin ekki í hendur fyrr en í lok jan-
úar þetta ár, og má segja, að háskólaráð hafi ekki gert neinar efn-
islegar breytingar á frumvarpinu, og samþykkti stúdentaráð hana
því eins og hún var orðin og fékk hana staðfesta.
Garðstjórn hafi látið það álit í ljós, að ekki væri hægt að hefjast
handa um breytingar á reglugerð fyrir Garðana fyrr en endanlega
væri gengið frá skipulagsskránni, en enda þótt hún sé nú til fyrir
alllöngu, og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli stúdentaráðs og fulltrúa
stúdenta í Garðstjóm, hefur ekki tekizt ennþá að fá málið afgreitt.
En fulltrúar stúdenta hafa lagt fram frumvarp að nýrri reglugerð,
þar sem gert er ráð fyrir miklu einfaldari og ódýrari embættis-
mannaskipan en nú er, og margar aðrar breytingar gerðar, sem til
heilla horfa.
Lagabreytingar.
Þegar fráfarandi stúdentaráð tók við störfum, þá höfðu borizt
þrjár alls ólíkar tillögur til breytinga á stúdentaráðslögunum. Auk
þess bárust ráðinu síðar frekari breytingartillögur við núverandi
fyrirkomulag, auk breytingartillagna við fmmvörpin, sem fyrir lágu,
var orðinn úr öllu þessu slíkur drómi, að erfitt var að átta sig á