Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 118
116
fjöldann en stytta verutímann. Til Finnlands fóru þeir stud. mag.
Ásgeir Magnússon, stud. jur. Jón Skaftason og stud. med. Loftur
Guðbjartsson. Fóru þeir héðan síðast í apríl, en komu heim í júní-
byrjun. Létu þeir hið bezta yfir förinni og rómuðu mjög móttökur
finnsku stúdentanna. Væntanlega verður ferðasaga þeirra birt í
Stúdentablaðinu. Stúdentaráð styrkti alla þessa menn til fararinnar.
6. Mikilvægasta utanríkismálið, sem stúdentaráð hefur fjallað
um, er þátttaka þess í norræna stúdentaþinginu í Osló 22. —28.
júní s. 1.
Þing þetta var haldið með svipuðu sniði og stúdentaþingið í Aar-
hus 1946, þar sem norrænir stúdentar ræða ýmis hagsmuna- og
áhugamál sín, svo sem fjárhagsmál, húsnæðismál, skipulagsmál o. fl.
Er það mál allra, sem átt hafa kost þess að kynna sér störf þessa
þings, að það hafi verið hið merkilegasta og mikils árangurs megi
af því vænta.
Það er skoðun mín, að íslenzk stúdentasamtök eigi fyrst og fremst
að tryggja góða og gagnkvæma samvinnu við „collegana" á Norð-
urlöndum. Þar eru hin „academisku“ sjónarmið vafalaust líkust og
hérlendis.
Af hálfu stúdentaráðs tóku þátt í þingi þessu fimm fulltrúar
þ. e. þrír sérlega sendir fulltrúar til þingsins, þau Elín Pálmadóttir,
Hjálmar Ólafsson og Jónas Gíslason. Valgarð Briem, stud. jur.,
dvaldi í Noregi um þingtímann og mætti til þingsins og var jafn-
framt formaður íslenzku sendinefndarinnar. Hreinn Benediktsson,
stud. philol., sem dvelur við nám í Osló, tók einnig sæti sem ís-
lenzkur þingfulltrúi.
Norska stúdentasambandið mun hafa lagt sérstaklega mikla vinnu
í undirbúning þingsins, og þingið er sagt hafa farið fram með þeim
hætti, að sambandinu var að hinn mesti sómi.
Stúdentaráð hefur einnig stuðlað að mætti að því, að fulltrúar
einstakra háskóladeilda gætu tekið þátt í erlendum stúdentamótum.
Það veitti „Orator,“ félagi laganema, styrk til fulltrúasendingar
til Noregs í sambandi við 40 ára afmæli norska laganemafélagsins.
Fulltrúi „Orators,“ stud. jur. Valgarð Briem, var einnig skiptistú-
dent og er nú hingað kominn norskur lagastúdent, frk. Elisabet
Sweigaard, sem mun dvelja hérlendis um nokkurt skeið.
Félag læknanema sendi tvo fulltrúa til alþjóðamóts læknanema,
sem haldið var í Bretlandi í sumar. Stúdentaráð styrkti félagið til
fulltrúasendingarinnar. í mótinu tóku þátt þær Þorbjörg Magnús-
dóttir og Lilja Petersen.
Stúdentaráð hefur aldrei verið aðili að alþjóðsambandi stúdenta.
Það átti einungis áheyrnarfulltrúa á stofnþingi þess, en hefur hins