Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 124
122
fræðum, en einkunn í almennri trúarbragðasögu telst hálf einkunn
í almennri trúarbragðafræði.
Tveimur misserum eftir að stúdent hefur lokið prófi í almennri
trúarbragðasögu, er honum heimilt að ganga undir próf í öðrum
greinum almennrar trúarbragðafræði. Telst sú prófseinkunn hálf
einkunn í almennri trúarbragðafræði.
5. Kirkjusögu.
Stúdentum er heimilt að ganga undir munnlegt próf í almennri
kirkjusögu eða kirkjusögu íslands eftir tveggja missera nám, og
tveim misserum síðar undir próf í þeirri grein kirkjusögunnar, sem
þeir eiga ólokið prófi í. Auk þess tekur stúdentinn samtímis skrif-
legt próf í annarri grein kirkjusögunnar eftir eigin vali. Ef stú-
dentinn kýs það heldur, getur hann þó lokið öllu kirkjusöguprófinu
eða síðara hluta þess við kandídatspróf. Ef hann velur efni til
sérnáms úr kirkjusögu, fer um það eftir reglum um sérefni.
Eigi má' líða lengri tími en 10 kennslumisseri milli prófs í aflok-
inni grein og kandídatsprófs.
II. Kandídatspróf.
Áður en stúdent segir sig til kandídatsprófs, skal hann hafa lokið
prófi í grísku, inngangsfræði Gamla-testamentisins, ísraelssögu,
inngangsfræði Nýja-testamentisins og almennri trúarbragðasögu.
Svo skal hann og sýna vottorð um, að hann hafi fært sér í nyt
kennslu þá, sem veitt er í þeim námsgreinum, sem nefndar eru í
29. gr. en ekki er prófað í sérstaklega. Enn fremur skal hann, a.
m. k. þremur mánuðum áður en kandídatspróf hefst að öðru leyti,
skila ritgerð um efni úr sémámi sínu í samráði við kennarann, og
gengur hann þá ekki undir annað skriflegt próf í þeirri grein.
Prófið er haldið í þessum námsgreinum:
1. Gamla-testamentisfræðum.
2. Nýja-testamentisfræðum.
3. Kristilegri trúfræði.
4. Kristilegri siðfræði.
5. Kirkjusögu, hafi því prófi eigi verið áður lokið.
6. Almennri trúarbragðafræði, hafi því prófi eigi verið áður lokið.
7. Barnaspumingum.
8. Prédikun.
Prófið í 5 fyrstu greinunum er bæði skriflegt og munnlegt, í 6.
gr. munnlegt, en í 7. og 8. grein verklegt.
Barnaspurningar fara fram með þeim hætti, að kandídatamir
spyrja börn í heyranda hljóði út úr efni, sem þeim hefur verið til-
kynnt degi áður en spurningar fara fram.