Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 7
5
dr, Sigfúsar Blöndals nýlega gefið háskólanum allmikið bóka-
safn úr eigu manns síns, og hefur háskólinn tjáð henni al-
úðarfyllstu þakkir sínar. Dr. Sigfús var merkur fræðimaður
og heiðursdoktor við háskóla vom, er minnist hans með hlý-
hug.
Unnið hefur verið að lögun háskólalóðarinnar, og hefur hún
nú gerbreytt um svip. Hefur háskólinn varið til þessa af sínu
fé á 2 árum nálægt 1 milljón króna. Verður þessu verki hald-
ið áfram, og standa vonir til, að því verði langt komið
haustið 1951. Bygging Þjóðminjasafnsins stendur á háskóla-
lóðinni, og má telja, að því verki sé lokið. Var það samkvæmt
ósk háskólaráðs, að þessari bygging var valinn staður nálægt
háskólanum, enda litið þannig á, að safn þetta verði í eðli-
legum tengslum við háskólann, vegna þeirrar miklu þekking-
ar, er stúdentar í íslenzkum fræðum geta sótt í safn þetta um
menningarsögu þjóðarinnar, en auk þess hagnýtt sér þær heim-
ildir í háskólabókasafni, er lúta að lífi og störfum þjóðarinnar
á liðnum öldum. Undirbúningur er nú hafinn að bygging Nátt-
úmgripasafns ríkisins, er valinn hefur verið staður milli íþrótta-
húss háskólans og háskólabyggingarinnar, upp við Melaveg, í
sjónhending við Þjóðminjasafnsbygginguna. Eru uppdrættir
fullgerðir og þess beðið eins, að hægt sé af fjárhagsástæðum
að hefja verkið.
Stúdentum fjölar nú með hverju ári, og eru nú innritaðir í
háskólann 629 stúdentar, er skiptast þannig á deildir: Guð-
fræðideild 36, læknadeild 219, laga- og hagfræðideild 174,
heimspekideild 153, verkfræðideild 47. Fjárhagur Islendinga,
verðfelling íslenzks gjaldeyris og aðrar ástæður valda því, að
nú geta miklu færri stúdentar en áður sótt erlenda háskóla,
og verður því háskóli vor að taka við fleiri stúdentum en
ætla má að geti fengið viðunandi atvinnu í þeim greinum, sem
nú eru kenndar til prófs. Hins vegar væri fásinna að leggja
nokkrar hömlur á, að eins margir geti orðið stúdentar og löng-
un hafa til þess og getu. Með þeim breytingum, er orðið hafa
á atvinnuháttum Islendinga á undanförnum árum, tel ég fýsi-
legt fyrir unga stúdenta að gerast bændur í sveitum landsins,