Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 8
6 yrkja jörðina og rækta, og mun þá hin almenna menntun, er stúdentar öðlast, gera þá hæfa til þess að verða forystumenn um ræktun landsins og um nýtt landnám. Vel menntuð bænda- stétt er kjarni hverrar þjóðar, og endurbygging sveitanna mun stuðla að varðveizlu hins göfuga kynstofns, er þolað hefur þrautir aldanna og sækir nú fram með meira þrótti en áður á öllum sviðum þjóðlífsins. 1 skólum landsins, öðrum en háskólanum og menntaskólun- um tveim, munu nú kenna nál. 1000 manns. FÍestir þeirra hafa fengið menntun sína í Kennaraskólanum á 4 árum, en nú hefur þessum skóla með lögum verið breytt í 6 ára skóla, 2ja ára gagnfræðanám og 4 ára framhaldsnám, og jafngildir loka- próf þar því stúdentsprófi. Mikill hluti þessara kennaraskóla- nemenda mun á næstu árum leita til háskólans til frekara náms og ljúka þar B.A.-prófi í ýmsum greinum, er nauðsyn- legar eru til þess að takast kennslu á hendur. Háskólinn hef- ur í nokkur ár útskrifað stúdenta með B.A.-prófi eftir 3 ára nám í ýmsum tungumálum, en háskólaráð hefur nú til athug- unar að bæta við öðrum greinum, eins og almennri sögu, landafræði, náttúrufræði, stærðfræði og eðlisfræði, og hús- mæðrafræðslu fyrir kvenstúdenta. Fræðslumálastjóri, rektor menntaskólans í Reykjavík og skólameistari á Akureyri telja allir mikla nauðsyn á að auka tölu fræðigreina til B.A.-prófs, en við þá hef ég haft vinsamlegar samræður um þessi mál. Þegar þessu verður komið í kring, má telja, að hin almenna menntun í landinu hafi tekið stórstígum breytingum, og þá fyrst verði almennri fræðslu komið í viðunanlegt horf, er kennarar við aila skóla landsins hafa fengið fullnægjandi menntun, en um leið skapast nýir möguleikar fyrir unga stúdenta til kennslustarfa, og má vænta, að 30—40 geti á hverju ári, að afloknu B.A.-prófi, fyllt skörð þeirra kennara, er smám saman hætta störfum. Fræðsla þessara stúdenta við háskólann verður aðallega hagnýt og megináherzla lögð á að undirbúa þá undir kennslustörfin við hina ýmsu skóla. Þessi stefna, er nú ber að taka, um uppeldi kennara við skóia lands- ins, er í fullu samræmi við menntun þá, er t. d. Bretar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.