Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 8
6
yrkja jörðina og rækta, og mun þá hin almenna menntun, er
stúdentar öðlast, gera þá hæfa til þess að verða forystumenn
um ræktun landsins og um nýtt landnám. Vel menntuð bænda-
stétt er kjarni hverrar þjóðar, og endurbygging sveitanna mun
stuðla að varðveizlu hins göfuga kynstofns, er þolað hefur
þrautir aldanna og sækir nú fram með meira þrótti en áður
á öllum sviðum þjóðlífsins.
1 skólum landsins, öðrum en háskólanum og menntaskólun-
um tveim, munu nú kenna nál. 1000 manns. FÍestir þeirra hafa
fengið menntun sína í Kennaraskólanum á 4 árum, en nú
hefur þessum skóla með lögum verið breytt í 6 ára skóla, 2ja
ára gagnfræðanám og 4 ára framhaldsnám, og jafngildir loka-
próf þar því stúdentsprófi. Mikill hluti þessara kennaraskóla-
nemenda mun á næstu árum leita til háskólans til frekara
náms og ljúka þar B.A.-prófi í ýmsum greinum, er nauðsyn-
legar eru til þess að takast kennslu á hendur. Háskólinn hef-
ur í nokkur ár útskrifað stúdenta með B.A.-prófi eftir 3 ára
nám í ýmsum tungumálum, en háskólaráð hefur nú til athug-
unar að bæta við öðrum greinum, eins og almennri sögu,
landafræði, náttúrufræði, stærðfræði og eðlisfræði, og hús-
mæðrafræðslu fyrir kvenstúdenta. Fræðslumálastjóri, rektor
menntaskólans í Reykjavík og skólameistari á Akureyri telja
allir mikla nauðsyn á að auka tölu fræðigreina til B.A.-prófs,
en við þá hef ég haft vinsamlegar samræður um þessi mál.
Þegar þessu verður komið í kring, má telja, að hin almenna
menntun í landinu hafi tekið stórstígum breytingum, og þá
fyrst verði almennri fræðslu komið í viðunanlegt horf, er
kennarar við aila skóla landsins hafa fengið fullnægjandi
menntun, en um leið skapast nýir möguleikar fyrir unga
stúdenta til kennslustarfa, og má vænta, að 30—40 geti á
hverju ári, að afloknu B.A.-prófi, fyllt skörð þeirra kennara,
er smám saman hætta störfum. Fræðsla þessara stúdenta við
háskólann verður aðallega hagnýt og megináherzla lögð á að
undirbúa þá undir kennslustörfin við hina ýmsu skóla. Þessi
stefna, er nú ber að taka, um uppeldi kennara við skóia lands-
ins, er í fullu samræmi við menntun þá, er t. d. Bretar og