Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 23
21
un kennarastóla í íslenzku, styrki handa erlendum stúdentum
til að nema hér íslenzku og fjárveitingar til sumarnámskeiða
í íslenzku.
öll mannaverk eru ófullkomin, og svo er um það, hversu
kennurum skólans kann að hafa tekizt að rækja það hlutverk,
sem þeim var ætlað, en um það efni, hvað kann að hafa mis-
tekizt og hvað vel tekizt, um það get ég að sjálfsögðu ekki
rætt. Mörgu sinni verður maður, sem við vísindi fæst, að
hugga sig eftir langt erfiði við orð Hórazar: „Est quadam pro-
dire tenus si non datur ultra“, og hve oft verður hann að láta
sér nægja, að það sem hefur áunnizt, þetta „quadam tenus“
sé undurlítið. En hann veit, að hann er ekki einn; aðrir menn,
ef til vill á öðrum stöðum og öðrum tíma, eiga ef til vill eftir
að bæta enn svolitlum spöl við hans litla spöl. En jafnvel þó
að enginn viti um verk hans, þá er sú trú mín, að verkið hafi
með nokkru móti tilvist um aldur og ævi, lifi með nokkru
móti og sé ekki kastað á glæ, það er sökum hins siðferðilega
innihalds þess. Ég trúi á „det frelsens fnugg mandeviljens
quantum satis“, sem Ibsen talar um, hinn heila hug til sann-
leikans.
Háskóli Islands er barn þessa lands og þessarar þjóðar, á
að vera það og vill vera það. Mundi hann þá reyna að vera
sjálfum sér nógur? Því fer fjarri. öll vísindi eru alþjóðleg,
eða eins og ég vildi heldur segja: mannleg, sammannleg, þó
að þau 'sjúgi sér magn úr lífi hinna mörgu þjóða. Háskóli
Islands hefur verið bundinn bræðraböndum öðrum háskólum,
einkum í hinum nálægari löndum, í Evrópu og Norður-Ame-
ríku. Kostað hefur verið kapps um að bjóða hingað til lands
erlendum vísindamönnum, svo og hafa ýmsir íslenzkir vísinda-
menn flutt fyrirlestra við erlenda háskóla.
Við höfðum ekki búizt við neinum sérstökum heillaóskum
á þessu afmæli, sem haldið er alveg viðhafnarlaust og án þess
að bjóða fulltrúum frá bræðraháskólum, en þó hafa borizt
heillaóskir úr ýmsum áttum. Skal ég þar nefna fyrst háskól-
ann í Osló, og má geta þess um leið, að þessi sami háskóli
frændþjóðarinnar austan hafs sendi Háskóla Islands einn há-