Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 26
24
Prófdómendur.
Ólafur Hansson cand. mag. var settur prófdómandi í sögu í
sjúkdómsforföllum próf. Árna Pálssonar.
Gestir háskólans.
Á þessu skólaári komu nokkrir erlendir visindamenn hingað
til lands í boði háskólans og fluttu fyrirlestra.
Próf. dr. Hakan Niál frá Stokkhólmsháskóla flutti 2 fyrir-
lestra 21. og 22. sept. 1950 um lögfræöikennslu í Sviþjóð og
um nokkrar þróunarlinur sænsks réttar um samninga.
Próf. dr. Kenneth B. Murdock frá Harvard-háskóla flutti
20. apríl 1951 fyrirlestur um strauma og stefnur í amerískum
nútímabókmenntum.
Próf. dr. Taylor Starck frá Harvard-háskóla flutti 2 fyrir-
lestra 4. og 9. maí 1951 um háskóla í Bandaríkjunum og um
Harvard-háskóla.
Próf. dr. Niéls Bohr frá Kaupmannahöfn flutti 3. ágúst 1951
fyrirlestur um frumeindirnar og þekkingu vora.
Próf. dr. Rdbert Latouche, forseti heimspekisdeildarinnar við
háskólann í Grenoble, flutti 2 fyrirlestra 5. og 9. sept. 1951
um háskóla i Frákklandi og um héraðið Provence.
Próf. dr. Gwyn Jones frá háskólanum í Aberystwyth í Wales
dvaldist hér á landi í ágúst og september 1951 og mun flytja
3 fyrirlestra í upphafi næsta kennslumisseris.
Fyrirlestrar fyrir ahnenning í hátíðasalnum.
1. Próf. dr. Steingrímur J. Þorsteinsson: Þrítugasta ártíð
séra Matthíasar Jochumssonar, 19. nóv. 1950.
2. Dr. jur. Einar Amórsson, fyrrv. ráðherra: Manngjöld,
10. des. 1950.
3. Próf. Björn Magnússon: Þróun guðsþjónustuforms ís-
lenzku kirkjunnar frá siðaskiptum, 21. jan. 1951.
4. Próf. Gylfi Þ. Gíslason: Verða vandamál atvinnulífsins
leyst með aukinni tækni?, 11. marz 1951.
5. Próf. dr. Símon Jóh. Ágústsson: Hvað er fagurfræði?,
1. apríl 1951.