Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 72
70
R-9000, sem er skrásett eign Ara, stóð þar nærri á hægra vegar-
helmingi og vissi í austur. Var vél bifreiðarinnar í gangi, en bif-
reiðin var mannlaus. Ekki sáu lögreglumennimir Ara aka bifreið-
inni, en þeir létu þess báðir getið í dómþingi, að þeir „hefðu það
á vitundinni, að Ari hefði ekið bifreiðinni í þetta skipti“. Sigurður
Sigurðsson ritstjóri skýrði svo frá í dómþingi, að hann hefði séð
Ara aka bifreiðinni rétt áður en lögreglumennirnir handtóku hann.
Hefði Ari þá ekið austur Austurstræti á um 60 km. hraða, miðað
við klukkustund, og hefði hann ekki skeytt umferðarljósum í Aust-
urstræti. Sigurður staðfesti skýrslu sína með drengskaparheiti. Sig-
urður og Ari Arason áttu í pólitískri ritdeilu fyrir fimm árum.
Ari neitaði því eindregið að hafa ekið bifreið sinni í umrætt skipti.
Kvað hann annan mann hafa ekið henni, en hann neitaði að skýra
frá, hver sá maður væri.
í dómþingi 30. des. s.l. kom upp misferli Ara með saumavélina.
Greiddi Ari þegar verð vélarinnar, kr. 900.00. Eigandi vélarinnar
kvaðst ekki skipta sér af því, hvort Ara yrðí refsað eða ekki, og
fékkst ekki gleggri yfirlýsing frá henni, þótt margleitað væri eftir
því.
Ari Arason er fæddur 1925. Með dómi lögregluréttar Reykjavíkur
15. nóv. 1950 var hann dæmdur í 10 daga varðhald og sviptur öku-
leyfi í 6 mánuði fyrir akstur bifreiðar með áhrifum áfengis 20.
okt. s.l.
Færið ávirðingar Ara til refsiákvæða og gerið honum viðurlög,
ef slíkt þykir fært. Dragið saman lyktir máls í formleg dómsorð.
m. 1 réttarfari: Lýsið meginreglum um sönnunarbyrði í
einkamálum.
IV. Raunhœft vet'kefni:
H/f. Skuld í Reykjavík átti vöruflutningaskipið m/s. Borg. Er
skipið var á leið hingað frá Englandi, 10. janúar 1949, og rétt kom-
ið út úr enskri landhelgi, varð árekstur með því og enska vöru-
flutningaskipinu m/s. Pluto, eign W. Williams & Co. Ltd. í London.
Skemmdir á m/s. Borg voru smávægilegar, og hélt því skipið áfram
ferð sinni hingað. M/s. Pluto skemmdist á hinn bóginn mikið, og
var síðar sannað, að kostnaður af aðgerð nam f 1000-0-0. W. W. & Co.
töldu ábyrgðina á tjóninu hvíla á m/s. Borg og kröfðu því h/f. Skuld
um bætur, en kröfunni var neitað. W. W. & Co. fóru því þá leið að
höfða mál hér gegn h/f. Skuld. Gerði það fyrst og fremst kröfu um
viðgerðarkostnaðinn, f 1000-0-0. Enn fremur var sannað, að mikill
leki hafði komið að m/s. Pluto, og að ekki hafði orðið hjá því kom-