Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 76
74
utanlandssiglingum og legði almennileg húsgögn í heimilið, en hjá
þeim hafði verið fátæklegt. Á hinn bóginn kvaðst hún, með atbeina
bróður síns, geta útvegað honum stöðu sem eftirlitsmaður hjá
skipaeftirliti ríkisins. Sagði Árni upp stöðu sinni og var skipaður
í hið nýja starf. Jafnframt festi hann kaup á svefnherbergis- og
dagstofuhúsgögnum, er kostuðu alls kr. 18.000.00. Til þess að geta
keypt þau þurfti hann að fá lán. Hann sneri sér því til Erlends Er-
lendssonar kaupmanns, er var fjáður maður, og bað hann að ábyrgj-
ast lánið, er hægt var að fá í bánka. Var Ámi með prentað skulda-
bréfsform frá bankanum, er Ámi hafði undirritað, og var þar neðan
á prentuð yfirlýsing á þessa leið:
„Við rmdirritaðir ..............................................
„tökumst á hendur sjálfsskuldarábyrgð á framangreindri skuld að
„upphæð kr..................og gilda öll ákvæði bréfsins gegn okk-
„ur að því leyti sem við getur átt.“
Erlendur kvaðst mundu ábyrgjast lánið, ef Ámi fengi annan góð-
an mann með. Ámi kvað engin tormerki á því og nefndi nokkra
kunningja þeima, en sagðist ekki geta fullyrt, hver það yrði. Skrif-
aði þá Erlendur undir, en Ámi fór með skjalið. Hann fékk þó eng-
an annan ábyrgðarmann, en tókst engu að síður að fá lánið í bank-
anum út á ábyrgð Erlends.
Fór nú Árni að ganga eftir efndum af hálfu Guðrúnar. En hún
var orðin treg til hjónabandsins og svo fór að lokum, að hún af-
tók með öllu að giftast Áma, enda hafði hún heyrt ýmislegt nýtt
og misjafnt um framferði hans, án þess þó að sannað væri. Það
bættist enn við, að Árna var sagt upp stöðunni, með eins mánaðar
fyrirvara, án þess þó að sakir væm á hann. Loks varð Árni fyrir
þvi óhappi, að hús það, sem hann bjó í, brann, og þar með hús-
gögn hans hin nýju óvátryggð.
Ámi taldi sig nú illa farinn og lög brotin á sér. Höfðaði hann
því mál gegn Guðrúnu og krafðist bóta fyrir tjón það, sem hann
taldi sig hafa orðið fyrir, þ. e. missi stöðu sinnar á e/s. Hrafni og
missi húsgagnanna. Guðrún neitaði öllum kröfum.
Ámi greiddi ekki lánið í bankanum og var þá höfðað mál gegn
Erlendi Erlendssyni, en hann kvað sér óskylt að greiða. Hann varð
þó svo reiður við Áma, að hann kærði hann til refsingar fyrir svik
í sambandi við lántökuna.
Loks höfðaði Ámi mál gegn ríkissjóði, þar sem hann taldi sér
ólöglega sagt upp.
Hverjar kröfur er ungfrú Brown rétt að gera og hver verður rök-
studd niðurstaða um ágreiningsmál þau öll, sem að framan em
rakin?