Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Síða 119
117
Björnsson prédikaði. Kl. 1,30 hófst hópganga frá háskólanum að
alþingishúsinu, og af svölum alþingis flutti Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra ræðu. Kl. 4 hófst hátíðarsamkoma í hátíðasal há-
skólans. Þar fluttu ræður próf. Ólafur Jóhannesson og Ásgeir Ás-
geirsson alþm., Rögnvaldur Sigurjónsson lék einleik á píanó og Einar
Sturluson söng einsöng. Um kvöldið var síðan hóf að Hótel Borg.
Þar flutti próf. Guðbrandur Jónsson ræðu, Kristján Kristjánsson söng
einsöng, Lárus Pálsson las upp og Ásgeir Beinteinsson stud. phil.
lék á píanó. Að lokum var stiginn dans. Fóru hátíðahöldin öll mjög
vel og virðulega fram.
b) Blöð og merki voru seld á götum bæjarins 1. des., og hafði
stúdentaráð samþykkt, að allur ágóði, ef einhver yrði, skyldi renna
sem stofnfé í félagsheimilissjóð. Með það fyrir augum gerði stúd-
entaráð ítrekaðar tilraunir til þess að fá stúdentana sjálfa til að
selja blöðin og merkin. Undirtektir stúdenta „voru svo góðar“, að
við þessum tilmælum urðu fjórir stúdentar, og afleiðingin varð óhjá-
kvæmilega sú, að tapið varð jafnmikið í hundruðum og ágóðinn hefði
getað orðið í þúsundum króna. Fyrir sérstakan dugnað ritnefndar-
inna varð hallinn þó aðeins þriðjúngur þess, sem verið hefur tvö
undanfarin ár, eða um 1600 krónur. Formaður ritnefndarinnar var
Þórður B. Sigurðsson stud. jur.
c) í fórum Stúdentaráðs er bók ein mikil, er „Selskinna" nefnist.
Var hún á sínum tíma notuð til fjáröflunar fyrir stúdentagarðana.
Rita menn nafn sitt í bókina og leggja fram fé nokkurt, eftir því,
hve þeir meta nafn sitt og málefni mikils. Var þessi bók látin liggja
frammi, bæði í anddyri háskólans og að Hótel Borg, til þess að safna
í félagsheimilissjóðinn. Safnaðist þannig um 700 kr.
Áramótafagnaður. í leit sinni að hentugu húsnæði fyrir áramóta-
fagnað fór stúdentaráð víðast bónleitt til búðar. Var á tímabili dá-
lítil von með húsnæði í þjóðminjasafnsbyggingunni, en þegar til átti
að taka, brást það. Að lokum var ekki í annað hús að venda en
Breiðfirðingabúð, og þar var áramótafagnaðurinn haldinn. Þar flutti
Hannes Guðmundsson stud. theol. áramótaávarp. Eftir öllum að-
stæðum þótti fagriaðurinn takast vel, og skemmtu menn sér lengi
nætur.
Kvöldvökur voru haldnar 17. des. í Tjarnarcafé og 11. marz í
Sjálfstæðishúsinu og síðasta vetrardag ásamt Stúdentafélagi Reykja-
víkur að Hótel Borg. Skemmtu eingöngu stúdentar á þessum kvöld-
vökum með söng, leik, upplestri o. fl. Voru þær allar mjög f jöl-
mennar og mæltust mætavel fyrir. Síðasta vetrardag sá stúdenta-
ráð enn fremur um kvöldvöku í ríkisútvarpinu.