Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 19
Ræður rektors Háskóla íslands
17
verkefnum í háskólanum sem þróa mætti
til sölu á markaði. Finna þarf leiðirtil þess
að svo geti orðið, án þess að það bitni á
grunnrannsóknum.
Svo að ég víki aftur að sífelldri endur-
nýjun þekkingar, veldur hún einnig því, að
menn geta ekki búist við að verða full-
menntaðir í eitt skipti fyrir öll. Endur-
menntun og sífelld verkþjálfun eru að
verða daglegt brauð. Af þessum sökum er
af hálfu háskólans verið að efla endur-
menntun, bæði með því að gefa eldri nem-
endum kost á að sækja námskeið sem nú
eru í kennsluskrá og með því að bjóða upp
á sérhæfð námskeið á ýmsum sviðum. Er
þetta gert í samstarfi við Bandalag há-
skólamanna, nokkur aðildarfélög þess og
Tækniskóla íslands. Fer vel á því að geta
þessa hér, þar eð BFIM á 25 ára afmæli um
þessar mundir.
Auk þessa endurmenntunarstarfs er
þessum þætti sinnt af ýmsum stéttarfélög-
um og Kennaraháskóla íslands, og eins
mætti nefna Stjórnunarfélag íslands og
fleiri aðilja, enda þörf fyrir aukið framboð
af ýmsu tagi til að mæta vaxandi eftirspurn
á þessum markaði.
Einnig er ástæða til að sinna betur en
verið hefur fullorðinsfræðslu og nám-
skeiðum fyrir þá er búa úti á landi. Kemur
þá fyrst til hugar samstarf við sjónvarp og
hljóðvarp svo og notkun myndbandaefnis.
Auk þess má auðvitað flytja sum nám-
skeið út á land. Flefur það reyndar verið
gert á vegum háskólans, þótt í smáu sé.
Örar breytingar á viðfangsefnum og
þekkingu gera ekki síst kröfur til fræðar-
anna — kennaranna — um að fylgjast vel
með öllu sem gerist á þeirra sviði, og helst
þurfa þeir að vera á kafi í rannsóknum
sjálfir. Til þess að standa jafnfætis bestu
háskólum erlendis þarf fé, mannafla, að-
stöðu og skilning á mikilvægi þekkingar-
leitar og fræðslu. Þetta er svo dýrt fyrir
smáþjóð að hún hefur vart efni á því. En
hún hefur því síður efni á að gera það ekki.
Ég hef séð því haldið fram af erlendum
fræðimanni, að fámenn þjóð hafi síður
efni á mistökum en stórþjóð. Hvað sem því
líður finnst okkur í háskólanum það allhár
„námskostnaður“ ráðamanna, að afborg-
anir og vextir af Kröfluvirkjun skuli jafn-
gilda nærri tvöföldum rekstrarkostnaði
Háskóla íslands á ári.
Nú ber ekki að skilja orð mín svo, að
háskólinn hafi ekki notið skilnings ráð-
herra og fjárveitingarvalds á ýmsan hátt.
Þetta kemur best fram í því, að hann hefur
fengið umbeðnar aukafjárveitingar ár
hvert síðan 1979 og það einnig í ár, enda
reynum við að reka hann eins og um okkar
eigið fé væri að ræða. En það er engum
vafa undirorpið, að of mikill kraftur hefur
farið í kennslu á kostnað rannsókna, m. a.
vegna hins þrönga stakks sem fjárveiting-
arvaldið hefursniðið háskólanum.
í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 er
háskólanum ætluð hækkun langt umfram
meðaltal. Eigi að síður verður að koma til
niðurskurðar á kennslu vegna þess, hve
óraunhæf Qárlög ársins í ár (1983) eru.
Brýna nauðsyn ber til að aðlaga sig fjár-
veitingum, án þess að það bitni á rann-
sóknarhlutverki háskólans.
Til þess að kynna það starf, sem unnið
er í háskólanum, munu brátt hefjast fyrir-
lestrar í hljóðvarpi og viðtöl birtast í Les-
bók Morgunblaðsins. Vonast ég til að
þetta sýni öllum almenningi hve fjölþætt
og mikilvægt starf er unnið hér.
Kandídatar góðir!
Þið verðið vitnisburður um, hvort fjár-
festing i menntun er eins mikils virði og ég
hef látið í veðri vaka. Ykkar er að sýna
öðrum að skattfé sé vel varið til þekkingar-
öflunar. Ykkar er einnig að eyða hleypi-
dómum, ganga til verks með virðingu fyrir
störfum annarra, með kunnáttu, sem gerir
ofmetnað og hroka óþarfan, og mann-
gæsku, sem hvetur til eftirbreytni. Þið far-
ið héðan í skuld, kannski ekki svo mjög